Markaðurinn
Sumarið 2022 er framundan – Innnes bætir við kvöld- og næturvaktir
Eins og flestir þekkja þá hefur veitingamarkaðurinn tekið vel við sér og ferðamenn streyma til landsins eftir erfitt tímabil heimsfaraldurs. Bókanir fyrir sumarið hjá ferðafyrirtækjum ganga vel og eru nánast sambærilegar og sumarið 2019. Þetta eru mikil umskipti á skömmum tíma.
Samkvæmt öllu má búast við frábæru sumri fyrir veitingageirann í heild sinni.
Til að bregðast við auknu álagi hefur Innnes gert margvíslegar ráðstafanir, meðal annars bætt við kvöld- og næturvöktum.
Skortur á starfsfólki er síðan mikil áskorun í vaxandi umfangi á veitingamarkaði. Það sama á við fyrirtæki eins og Innnes.
Í ljósi vaxandi umfangs og skorts á starfsfólki, er mikið álag á starfsemi okkar á mestu álagspunktum. Við þær aðstæður er hætt við að einhverjar pantanir skili sér ekki til viðskiptavina á réttum tíma.
Til að tryggja betur að pantanir skili sér á réttum tíma óskum við eftir því pantanir berist með auknum fyrirvara ef þess er einhver kostur. Sérstaklega er mikilvægt að fækka pöntunum sem eru til afhendingar innan sama dags. Aukinn fyrirvari skapar ráðrúm til að dreifa álagi og tryggja betur að pantanir skili sér til viðskiptavina á réttum tíma.
Við viljum meðal annars hvetja viðskiptavini að nýta sér vefverslun í því skyni að auka svigrúm. Pantanir í vefverslun eftir opnunartíma skrifstofu eru í mörgum tilfellum teknar til á kvöld- og næturvöktum í stað dagvaktar sem er undir miklu álagi.
Sölumenn okkar eru ávallt reiðubúnir til aðstoðar með leiðbeiningar og nánari upplýsingar ef þess er óskað.
Með fyrirfram þökk
Starfsfólk Innnes
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt9 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024