Frétt
Sækja um einkaleyfi á að nota heitið Íslenskt viskí
Matvælastofnun hefur borist umsókn frá Eimverk ehf. þar sem sótt er um vernd fyrir afurðaheitið „Íslenskt viskí/viský- Icelandic Whisky/whiskey“.
Um er að ræða umsókn um vernd afurðarheitis skv. lögum um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu.
Sótt er í þessu tilviki um vernd sem vísar til uppruna sbr. 4. gr. laga nr. 130/2014. Skv. 2. mgr. 15. gr. sömu laga er heimilt að andmæla fyrirhugaðri skráningu á þessu afurðarheiti og afurðarlýsingu áður en endanleg ákvörðun er tekin um skráningu. Skal það gert innan tveggja mánaða frá birtingu þessarar auglýsingar eða fyrir 7. nóvember 2021. Andmælum skal skila skriflega til Matvælastofnunar á netfangið [email protected].
Afurðalýsingu er að finna hér.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Frétt5 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?