Freisting
Þorrinn, maturinn, siðirnir
Þorrinn er gengin í garð og eru mörg hver veitingahús sem bjóða upp á Þorramat, í þá bæði ramm Íslenskum hætti og nýtiskulegum.
Í þættinum „Vítt og breytt“ á Ruv n.t. á Rás 1 kemur Þorramaturinn talsvert við sögu. Meðal annars í broti úr gömlu viðtali við Halldór S. Gröndal, fyrsta veitingamann í Naustinu og Jón Björnsson leiðir enn hugann að furðum matarins í pistli sínum. Aðalsteinn Davíðsson fræðir um orðið hjón að gefnu tilefni, og Árni Björnsson þjóðháttafræðingur kemur í þorraspjall.
Þorramatur í Naustinu
Halldór S. Gröndal veitingamaður í Nausti varð fyrstur til að bjóða gestum og gangandi upp á þorramat. Hér er flutt brot úr viðtali frá 1989 við Halldór þar sem hann segir frá hvernig hugmyndin var til komin.
Daglegt mál
Aðalsteinn Davíðsson málfarsráðunautur fræðir um orðið hjón að gefnu tilefni.
Á öðrum fæti kringum bæinn ?
Árni Björnsson þjóðháttafræðingur talar um hvenær Þorra og þorrablóta er fyrst getið, hvað er hæft í siðvenjum sem sagt er að tengist Bóndadegi, en einnig um vandann við að skrásetja nýja háttu.
Orðabók um furður hversdagslegar hluta
Jón Björnsson leiðir enn hugann að furðum matarins. Hann talar nú um vondan mat og meintan vondan mat.
Hlustið á þáttinn hér
Umsjónarmaður „Vítt og breytt“ er Hanna G. Sigurðardóttir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn3 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla