Vertu memm

Markaðurinn

Flottar myndir frá Pekka námskeiðinu

Birting:

þann

Mekka Wines & Spirits - Finlandia Vodka

Námskeiðið var haldið bæði í Reykjavík og á Akureyri

Pekka Pellinen Global Brand Mixologic frá Finlandia vodka kom í sína reglulegu heimsókn til Íslands, en í þetta skiptið hélt hann námskeið bæði í Reykjavík og á Akureyri.

Góð mæting var og yfir 130 barþjónar mættu á námskeið hjá honum og var almenn ánægja hjá gestum og lærðu allir eitthvað nýtt og fengu ferska og nýja innsýn inn í heim Finlandia Vodka.

Haft er eftir Friðbirni Pálssyni Vörumerkjastjóra hjá Mekka Wines & Spirits að það sé alltaf gaman að sjá svona marga barþjóna koma á námskeiðin hjá Pekka.

Pekka var hér í sinni áttundu ferð til Íslands en samt færir hann alltaf eitthvað nýtt og spennandi ár hvert.

Þetta sýnir styrkleika Finlandia vodka enda hágæða vara sem er eingöngu framleidd í Finnlandi, unninn úr hágæða hráefnum og eftir ströngustu gæðastöðlum svo gæði eru alltaf þau sömu.

Með fylgja myndir af námskeiðunum:

Reykjavík

Akureyri

 

Myndir tók meistarinn Ómar Vilhelmsson

 

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið