Vertu memm

KM

Matreiðslumaður Ársins 2010

Birting:

þann

Forkeppni fyrir keppnina um Matreiðslumann ársins 2010 verður haldin þann fimmtudaginn 23. september í Vetrargarðinum í Smáralind.

Þar verða valdir 5 keppendur sem fara í úrslitakeppni sem verður haldin sunnudaginn 26. september í Vetrargarðinum Smáralind.

Keppnisrétt hafa þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu og hafa staðfest þátttöku með greiðslu keppnisgjalds kr. 20.000.- fyrir 1. september 2010.

Fimm efstu komast í úrslitakeppnina, ekki eru gefin upp sæti.  Tilkynnt verður samdægurs hverjir komast áfram.

Keppendur hafa 1 klukkutíma til að afgreiða matinn; forrétt og aðalrétt.
 
Keppendur eiga að koma með allt hráefni sjálfir, eins mikið forunnið/eldað og þeir kjósa.
 
Ekkert hráefni fáanlegt á keppnisstað.

Hráefni og uppsetning:
Eldaður er forréttur og aðalréttur fyrir 6 manns sem eru framreiddir á diskum.
(5 fyrir dómara)

Dæmt er eftir NKF reglum, nema að vægi dóma í forkeppni er eftirfarandi;

Vægi dóma:
Eldhúsvinna, hreinlæti og tímasetningar 10%
Framsetning/samsetning 40%
Bragð 50%

Áhöld:
Eldhúsin verða án smá áhalda

Dómarar:
Dæmt verður með blind smakki og dómarar verða 5 sem allir hafa lokið dómaranámskeiði NKF.
Auk tveggja eldhúsdómara.

Fatnaður:
Keppendum er skylt að vera í einkennisklæðnaði sem er svartar buxur, hvítur kokkajakki, húfa og hvít svunta, allt vel til haft.

Uppskriftir:
Matseðli og uppskriftum skal skila inn á Íslensku og ensku í tölvutæku formi, ásamt matseðli og kynningu til útstillingar.
Uppskriftir verða eign Klúbbs Matreislumeistara.

Skráning:
Skráning er á [email protected]
Keppnisgjald er kr. 20.000,-
Skráningarfrestur er til 1. september 2010

Í skráningu þarf eftirfarandi að koma fram:

  • Nafn
  • Vinnustaður
  • e-mail
  • Aldur
  • Greiðandi

Leggja á keppnisgjaldið inn á reikning KM:
0513-26-406407
kt: 571091-1199
ISK 20.000,-
Fyrir 1. september 2010

Nefnd um Matreiðslumann ársins

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið