Vertu memm

Freisting

Ofneysla á salti hættuleg

Birting:

þann

Salt er jafnvel enn hættulegra heilsunni en áður hefur verið talið. Í Svenska Dagbladet kemur fram að sænska matvælastofnunin, Livsmedelsverket, hefur nú skorað á matvælaframleiðendur að minnka saltmagn í matvælum og áformar herferð í því skyni.

Á umbúðum er yfirleitt hægt að lesa hve mikið salt matur inniheldur. 1,25 g af salti í 100 g af mat telst mikið salt en 0,25 g/100 g telst lítið. Stundum er aðeins natríummagn gefið upp og þá er góð þumalputtaregla að margfalda það magn með 2,5 til að fá út saltinnihald. Hæsti ráðlagði dagskammtur af salti eru 6 g fyrir karla en 5 g fyrir konur. Í SvD er lesendum ráðlagt að minnka saltneyslu t.d. með því að spara saltið við matreiðslu, benda starfsfólki mötuneyta á ef maturinn er of saltur, forðast að borða mikið brauð t.d. á veitingastöðum þar sem brauðið er oft mjög salt, forðast skyndibita.

Heilablóðfall eða hár blóðþrýstingur
Ofneyslu á salti getur fylgt hár blóðþrýstingur og hætta á heilablóðfalli eða hjartaáfalli. Hár blóðþrýstingur kemur yfirleitt fyrst fram eftir fimmtugt og langvarandi ofneysla salts er ein af orsökunum. Því er mikilvægt að leggja grunn að heilbrigðum neysluvenjum snemma.

Fyrir nokkrum árum tengdu bandarískir vísindamenn aukna neyslu á skyndibita og aukna saltneyslu. Sænskir vísindamenn hafa nú fylgt þessari rannsókn eftir og benda á að Svíar neyta að meðaltali 12-13 g af salti á dag sem er aukning um 4 g á tveimur árum.

Nú þegar hafa heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Finnlandi varað við ofneyslu salts og bent á að það sé einn af stóru áhættuþáttunum hvað varðar heilsuna. Sérstaka áherslu leggur sænska matvælastofnunin á skyndibita sem er mjög saltur og hann er á borðum æ fleiri. Einn skammtur getur innihaldið allan ráðlagða dagskammtinn.

Einnig er bent á að barnamatur í krukkum getur verið mjög saltur, mismunandi eftir tegundum þó, og í hlutfalli við líkamsþyngd geta börn því fengið í sig meira salt en fullorðnir, sem aftur getur valdið háum blóðþrýstingi snemma á ævinni. Sænska matvælastofnunin hyggst fá veitingastaðaeigendur og kokka til liðs við sig og boðar til viðræðna við veitingaiðnaðinn í því skyni.

Einnig eru sjónvarpskokkar beðnir að hugsa sig um áður en þeir mæla með miklu salti í matargerð.

Greint frá á Mbl.is

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið