Vertu memm

Freisting

Kynning á íslenskri eldisbleikju í mekka matargerðar í USA

Birting:

þann


Hér sýnir Einar hvernig elda má Bleikjuna á 6 mismunandi vegum

Þeir Einar Geirsson á Rub 23 Akureyri og Birgir Össurarsson sölustjóri hjá Icefresh ( Samherji ) voru um daginn með kynningu á bleikjunni í Culinary Institut of America ( CIA ) skólanum í New York fylki sem er talinn einn sá besti í heiminum.

Fyrst var Birgir með fyrirlestur um eldið á bleikjunni hvernig það færi fram og við hvaða aðstæður .

Síðan kom Einar og var með sýnikennslu hvernig elda mætti fiskinn og útbjó hann á 6 mismunandi máta í sýnikennslueldhúsinu.

Fyrirlestrasalurinn í skólanum var þétt setinn af kennurum og nemendum skólans og virtist þetta falla vel í kramið hjá þeim .

Á eftir var öllum boðið að smakka á herlegheitunum en þar naut Einar aðstoðar nemanda við undirbúning og afgreiðslu á fiskréttunum.

Telja verður það sem frábæran árangur hjá Samherja að ná að komast inn í CIA með kynningu á afurð og vonandi verður framhald á þessari markaðsetningu á bleikjunni sem víðast.

Auglýsingapláss

Einar, Birgir og Samherji til hamingju með þennan árangur .

/Sverrir

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið