Freisting
Kynning á íslenskri eldisbleikju í mekka matargerðar í USA
Hér sýnir Einar hvernig elda má Bleikjuna á 6 mismunandi vegum
Þeir Einar Geirsson á Rub 23 Akureyri og Birgir Össurarsson sölustjóri hjá Icefresh ( Samherji ) voru um daginn með kynningu á bleikjunni í Culinary Institut of America ( CIA ) skólanum í New York fylki sem er talinn einn sá besti í heiminum.
Fyrst var Birgir með fyrirlestur um eldið á bleikjunni hvernig það færi fram og við hvaða aðstæður .
Síðan kom Einar og var með sýnikennslu hvernig elda mætti fiskinn og útbjó hann á 6 mismunandi máta í sýnikennslueldhúsinu.
Fyrirlestrasalurinn í skólanum var þétt setinn af kennurum og nemendum skólans og virtist þetta falla vel í kramið hjá þeim .
Á eftir var öllum boðið að smakka á herlegheitunum en þar naut Einar aðstoðar nemanda við undirbúning og afgreiðslu á fiskréttunum.
Telja verður það sem frábæran árangur hjá Samherja að ná að komast inn í CIA með kynningu á afurð og vonandi verður framhald á þessari markaðsetningu á bleikjunni sem víðast.
Einar, Birgir og Samherji til hamingju með þennan árangur .
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta7 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Frétt3 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum