Uncategorized
VoloRosso Rosso valið bestu kaupin í Gestgjafanum í apríl

Í nýjasta hefti Gestgjafans velur Þorri Hringsson vínið VoloRosso Rosso sem bestu kaupin í apríl mánuði í Gestgjafanum.
Vínið sem er ný komið á markað hérlendis hefur fengið mjög góðar viðtökur en það er nú í sölu í Heiðrúnu og Kringlunni auk þess sem það fæst á nokkrum veitingahúsum.
VoloRosso Rosso er ættað frá Sikiley og er uppistaðan í víninu þrúgan Nero d’Avola, Þorri hefur þetta um vínið að segja.:
„Þetta vín leynir á sér. Satt að segja býst maður ekki við miklu sé miðað við verð og uppruna (og umbúðir að einhverju leyti, ekki er maður alveg laus við hégómann) en þegar maður smakkar það fordómalaust er þetta merkilega gott og gómsætt matarvín sem maður getur vel hugsað sér að hafa oft á borðum.
Það kemur frá Sikiley, er blanda úr þrúgum sem eru upprunnar þar og hefur meðaldjúpan, rauðfjólubláan lit og einfalda en aðlaðandi angan. Greina má sprittlegin kirsuber, rauð ber og lakkrís. Í munni er vínið þurrt, með góða sýru og merkilega langa bragðendingu. Það er meðal bragðmikið og einfalt en sérlega alþýðlegt og þykist ekki vera neitt annað en það er.
Þarna eru glefsur af rauðum og dökkum berjum, ásamt súkkulaði, og þessi bitri vinkill sem er svo góður í ítölskum vínum. Passar vel með bragðmeiri Miðjarahafsmat, pottréttum og pasta. Kælið það aðeins fyrir neyslu.
Í reynslusölu vínbúðanna 990 kr. Mjög góð kaup.“
Af heimasíðu Rolf Johansen & Company.
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn5 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu





