Eldlinan
Ókeypis auglýsing fyrir veitingastaði
Nú fer Villibráðatímabilið að byrja og vilja umsjónarmenn Freisting.is koma eftirfarandi á framfæri:
Við óskum eftir að fá sent til okkar matseðla, innihaldslýsingu á hlaðborði ofl upplýsingar og/eða það sem veitingahúsin ætli sér að bjóða í villibráðatímabilinu. Hver atburður verður settur inn á Viðburðardagatalið(hér til vinstri) og verður þá hægt að sjá á hvaða degi villibráðin byrjar hjá hverjum og einum veitingastað, ásamt nánari upplýsingum, t.a.m. matseðla, skemmtidagskrá ofl.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir veitingahús að koma á framfæri villibráðaþema veitingastaðar síns til Sælkeravini Freisting.is.
Ath. skráning er ókeypis, það eina sem þú þarft að gera er að senda allt saman á netfangið [email protected] og ef gögnin sem send verða, reynast ekki vera nógu vel listuð upp, þ.e.a.s. góða innihaldslýsingu, verð ofl, þá áskilum við okkur þann rétt að hafna þeim.
Hvað þarf að koma fram?
Góð lýsing á matseðli og/eða hlaðborði
Verð á matseðli
Hvenær byrjar og endar
Hver er yfirkokkur (fullt nafn)
Hver er yfirþjónn (fullt nafn)
Mælt með víni með réttum(ekki nauðsynlegt)
Verð á víni
Hvaða veitingastaður
Heimasíða
Skemmtiatriði
Tilboðsdagar
myndir (ekki nauðsynlegt)
osfr.
Dæmi um vel uppsettan matseðil/hlaðborð:
Villibráðarhlaðborð
13. október til 9. nóvember 2005
Forréttir
Villibráðasúpa, hreindýra-terríne, hreindýrabuff, heiðagæsalifrafrauð, villiberjagrafnar villigæsabringur, lamba-carpaccio, villisveppir í smjörkænu, reyktur lundi, reyktur áll, heitreykt fjallableikja, reyktur lax, graflax, piparlax, síld: karrý-, hvítlauks- og sölystsíld.
Aðalréttir
Villiandabringur með Madeirasósu, heilsteiktur hreindýravöðvi, hreindýrasmásteik „flambé, heiðagæsasmásteik með títuberjum, sultuð andalæri „confit, heitreyktur svartfugl með valhnetum og eplum, villikryddaður kálfur, svartfuglsbringur og hvalur.
Meðlæti
Brúnaðar kartöflur, kartöflusalat, eplasalat, hrásalat, sultur, brúnkál, rauðkál, graflaxsósa, rúnstykki, rúgbrauð og smjör.
Eftirréttir
Úrval innlendra og erlendra osta, eplakökur, ostakökur.
Veg og vanda af jólahlaðborðinu hafa yfirmatreiðslumenn Perlunnar: Elmar Kristjánsson og Ríkharður Gústafsson. Stórkostlegur kvöldverður á aðeins 6.250 kr Tilboð frá mánudegi til þriðjudags, aðeins 5.250 kr.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni2 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný