Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýir Dunkin´ Donuts- og Gingerstaðir opna á Fitjum í Reykjanesbæ í dag – Myndir
Röð hafði myndast fyrir utan bensínstöð Orkunnar á Fitjum í Reykjanesbæ eftir hádegi í dag þegar Dunkin´ Donuts og Ginger staðir voru opnaðir inni í 10-11 verslun sem staðsett er inni á stöðinni.
Þetta eru fyrstu Dunkin- og Gingerstaðirnir sem eru starfræktir fyrir utan höfuðborgarsvæðið og segir Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri Dunkin´ Donuts, að íbúar á Suðurnesjum hafi tekið vel í opnunina.
„Við vorum búin að fá veður af því að margir biðu spenntir eftir þessu og sýndi það sig þegar við opnuðum í dag. Röð var fyrir utan staðinn klukkan 13.00 og það er búið að vera nóg að gera síðan þá,“
segir Sigurður.
Til stendur að opna fleiri staði á Suðurnesjum en á næstunni opna sömu staðir inni í verslun 10-11 í komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Myndir: aðsendar

-
Markaðurinn4 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag