Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Ný ísbúð opnar við Rauðarárstíg – Býður upp á gott úrval af Gelato og Sorbet í kúluformi og á pinnum

Birting:

þann

Ísbúðin Herdís

Þrír ættliðir standa á bak við ísbúðina Herdísi sem opnar á næstunni við Rauðarárstíg. Um er að ræða gelato- og sorbetto-ís í hinum ýmsum útgáf­um en búðin er nefnd eftir ættmóðurinni, þ.e. eiginkonu eigandans og móður og ömmu hinna tveggja, en hún lést langt fyrir aldur fram.

Ísbúðin Herdís

Herdís er staðsett við Rauðarárstíg 41

Eigandi Herdísar er Friðrik Björnsson, en þá er sonur hans, Ásgeir Herdísarson, framleiðslustjóri en hann stundaði nám við einn virtasta ísskóla Ítalíu ásamt því að hafa verið að selja ís hér á landi á árum áður. Þá er hinn yngsti, Friðrik Ásgeirsson, barnabarn Friðriks og sonur Ásgeirs, titlaður tækjameistari.

Vídeó:

[fbvideo link=“https://www.facebook.com/isbudinherdis/videos/564638483709730/“ width=“650″ height=“400″ onlyvideo=“1″]

Bjóða upp á sykurlaust, vegan og laktósafrítt

Ísbúðin Herdís

Ferskur Ítalskur ís búinn til á staðnum á hverjum degi. Í boði verður 26 mismunandi tegundir af gelato/sorbetto, gelato íspinna, sorbetto frostpinna ofl.

Í samtali við mbl.is segir Ásgeir að boðið verði upp á sem flestar tegundir af ís í Herdísi til þess að koma til móts við sem flesta. Ætla þeir að reyna að bjóða almennt upp á eitthvað sykurlaust, vegan og laktósafrítt. Hann segir að flestar vörurnar séu glútenlausar og standist allar gæðakröfur.

Nánari umfjöllun er hægt að lesa á vef Morgunblaðsins með því að smella hér.

Myndir og vídeó: facebook / Herdís

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið