Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar á Selfossi – Myndir
Nú á dögunum opnaði nýr veitingastaður á Selfossi sem býður upp á hollan mat sem bæði er hægt að borða á staðnum og taka með. Staðurinn heitir Yellow og er staðsettur við Austurveg 4 á Selfossi í sama húsi og Krónan þar sem Almar bakari var til húsa.

Túnfisk pasta með sólþurrkuðum tómötum, kapers, hvítlauk, eggjum, kotasælu, svörtum sesamfræum, ferskur chili, kóríander og hvítlaukspírum
Eigendur eru Magnús Már Haraldsson, Ásbjörn Sigurðsson, Tómas Þóroddsson og Fannar Geir Ólafsson en þeir hafa einnig rekið Kaffi krús og Tryggvaskála með glæsibrag undanfarin ár.
Af myndunum að dæma, þá er staðurinn hinn glæsilegasti og greinilega mikill metnaður í gangi á Yellow.
Eins og áður segir, þá er maturinn með heilsutengdu ívafi og mikið lagt upp úr hollustunni á þessari flottu viðbót við veitingahúsaflóruna á Selfossi.
Myndir: facebook / Yellow

-
Keppni5 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025