Smári Valtýr Sæbjörnsson
Gísli matreiðslumeistari tilnefndur til verðlaunanna Framúrskarandi ungir Íslendingar
Tíu framúrskarandi ungir Íslendingar eru tilnefndir til verðlaunanna Framúrskarandi ungir Íslendingar sem verða veitt á fimmtudaginn.
- Eva Brá Önnudóttir – Baráttukona í málefnum námsmanna
- Georg Lúðvíksson – Stofnandi Meniga
- Gísli Matthías Auðunsson – Matreiðslumeistari
- Helgi Sveinsson – Heimsmeistari í spjótkasti
- Katrín Tanja Davíðsdóttir – Heimsmeistari í crossfit
- Kristín Sveinsdóttir – Óperusöngkona
- Kristjana Ásbjörnsdóttir – Doktor í faraldsfræðum
- Rakel Garðarsdóttir – Hugsjónakona um umhverfismál
- Snædís Rán Hjartardóttir – Baráttukona um mannréttindi
- Ævar Þór Benediktsson – Leikari og vísindamaður
Verðlaunin eru árlega af Junior Chamber International (JCI Íslandi), eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni segir í tilkynningu sem að mbl.is birtir, en á hverju ári auglýsir JCI eftir tilnefningum og getur hver sem er tilnefnt framúrskarandi ungan Íslending. Sérstök dómnefnd fer síðan yfir tilnefningar og velur úr þrjá verðlaunahafa.
Dómnefndina í ár skipa þau Kjartan Hansson landsforseti JCI, Dr. Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík, Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Vilborg Arna Gissurardóttir ævintýrakona og pólfari.
Um Gísla:
Nafn: Gísli Matthías Auðunsson
Flokkur: 4. Störf/Afrek á sviði menningar.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Gísli ekki eingöngu sýnt hæfileika sína sem matreiðslumeistari, heldur hefur hann einnig sýnt fólki hvernig hægt sé að færa sígilda íslenska matargerð upp á hærra plan. Hann stofnaði og rekur veitingastaðina, Slippinn í Vestmannaeyjum og Mat & Drykk í Reykjavík. Báðir staðirnir byggja á Íslenskri matargerð og fékk sá síðarnefndi tilnefningu til hvatningarverðlauna fyrir það að nota heilan þorskhaus sem aðalrétt. Gísli er metnaðarfullur og vandvirkur, hæfileikaríkur og óhræddur við að fara ótroðnar leiðir.
Nánari upplýsingar um þau tíu sem eru tilnefnd í ár.
Mynd: af facebook síðu: Framúrskarandi ungir Íslendingar.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt5 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?