Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt hótel og nýr veitingastaður opnar á Fáskrúðsfirði
Hið nýja og glæsilega hótel, Fosshótel Austfirðir á Fáskrúðsfirði opnaði formlega 1. júní síðastliðinn. Húsið er merkilegt fyrir margra hluta sakir en í því var franski spítalinn um árabil. Húsnæðið hefur verið endurgert og sýning sett upp um franska sjómenn á svæðinu.
Við enduruppbyggingu húsanna hefur verið lögð áhersla á að endurnýta byggingarefni eins og hægt er. Á hótelinu er einnig glæsilegur veitingastaður, L’Abri, sem þýðir skjól. Á L’Abri er boðið upp á fjölbreyttan matseðil sem höfuðáhersla er lögð á ferskt íslenskt hráefni, eldað á franska vísu eins og sjá má hér að neðan:
Franski spítalinn og Fransmenn á Íslandi – Safn helgað sögu franskra sjómanna á svæðinu
Eins og áður sagði, þá er mjög áhugavert safn sem tileinkað er sögu hússins og veru franskra sjómanna á Fáskrúðsfirði. Ekkert var til sparað við það að gera safnið sem glæsilegast og er upplifunin einstök.
Á safninu Fransmenn á Íslandi er saga franska skútusjómanna á Íslandi rakin á fjölbreyttan hátt. Blómatími þeirra hér við land var frá fyrri hluta 19. aldar til 1914, á þeim árum voru hér árlega 5000 menn að veiðum. Á Fáskrúðsfirði reistu Frakkar sjúkraskýli, sjúkrahús, kapellu og hús fyrir konsúlinn.
Herbergin eru 26 talsins til að byrja með en þeim mun fjölga í 32. Á hótelinu verða 18 tveggja manna herbergi, sex herbergi með queen/ king size rúmum og tvö einstaklingsherbergi. Öll herbergin eru fullbúin og með baði.
Myndir frá opnunarteiti L’Abri er hægt að skoða með því að smella hér.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður