Markaðurinn
Eggert Kristjánsson hf. gefur út uppskriftarbók
Eggert Kristjánsson hf. hafa gefið út uppskriftarbók sem ber heitið Grænni tímar. Þar er að finna fjölda girnilegra grænmetisrétta frá Findus þar sem hollustan er í fyrirrúmi. Við stefnum inn í nýja tíma þar sem grænmetisréttir verða stöðugt algengari á kostnað kjöt- og fiskrétta.
Þau hjá Findus eru sannfærð um að grænu tímarnir séu komnir til að vera og að við finnum meira jafnvægi í mataræði þar sem við njótum þess besta bæði úr jurta- og dýraríkinu. Ýmsar athyglisverðar nýjungar er að finna í uppskriftarbókinnni. Þar á meðal er Quorn, sem Eggert Kristjánsson hf. hefur hafið sölu á. Quorn er afurð sem unnin er úr Fusarium sveppi en hefur bragð og áferð svipað og í kjúkling. Varan er kólestrólfrí , hefur hátt prótíninnihald, lágt hlutfall fitu og inniheldur hvorki soja né hveiti.
Uppskriftarbókin er öllu aðgengileg á heimasíðu EK www.eggert.is
Einnig getið þið haft samaband við tengiliði ykkar og fengið prentað eintak af bókinni eða sent pöntun á netfangið [email protected].
Viðskiptavinir EK fá bókina án endurgjalds. Hvernig væri að hafa einn grænan dag í hverri viku?
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Keppni1 dagur síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Frétt4 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro