Frétt
Matarbylting Jamie Oliver
Jamie Oliver setti í dag 17. maí í London hátíðina „Matarbyltinguna“ eða Food Revolution. Hún var haldin í götunni við veitingastaðinn Fifteen og skemmtilegir réttir og drykkir framreiddir í tjöldum.
Eins og flestir vita hefur Jamie verið ötull baráttumaður fyrir bættu mataræði í skólum með góðum árangri og nú er markmiðið að gera alla meðvitaða um mat og matargerð.
Krakkar úr St. Paul grunnskólanum tóku þátt í dag með litríkum hætti þar sem þau lærðu að setja saman einfaldan mat með grænmeti, jurtum og fengu pizzabotna með grófu mjöli. Sjálfur tók Oliver þátt í þessu með þeim með sínu lagi og ekki laust við stjörnuglampa í augum margra enda maðurinn stjarna með mikinn karisma.
Þetta er frábært framtak og þörfin á kynningu á Íslandi nauðsynleg. Fréttamaður freisting.is hefur í gegnum árin séð merki þess að matarfáfræði hefur aukist og nú er spurning hvort við matreiðslumenn á Íslandi getum ekki farið að breyta þessu?

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Keppni3 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Keppni5 klukkustundir síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu