Vertu memm

Frétt

Matarbylting Jamie Oliver

Birting:

þann

Jamie Oliver í viðtali

Jamie Oliver í viðtali

Jamie Oliver setti í dag 17. maí í London hátíðina „Matarbyltinguna“ eða Food Revolution.  Hún var haldin í götunni við veitingastaðinn Fifteen og skemmtilegir réttir og drykkir framreiddir í tjöldum.

Matarbyltingin felst í stuttu máli í að gera fólk meðvitað um matinn sem það borðar, læri að elda og deili áfram kunnáttunni til næsta manns.
Síðan en ekki síst bendir hann á að tvær milljónir manna deyja árlega úr offitu og aðrar tvær milljónir deyja úr hungri.

Eins og flestir vita hefur Jamie verið ötull baráttumaður fyrir bættu mataræði í skólum með góðum árangri og nú er markmiðið að gera alla meðvitaða um mat og matargerð.
Krakkar úr St. Paul grunnskólanum tóku þátt í dag með litríkum hætti þar sem þau lærðu að setja saman einfaldan mat með grænmeti, jurtum og fengu pizzabotna með grófu mjöli.  Sjálfur tók Oliver þátt í þessu með þeim með sínu lagi og ekki laust við stjörnuglampa í augum margra enda maðurinn stjarna með mikinn karisma.

Þetta er frábært framtak og þörfin á kynningu á Íslandi nauðsynleg.  Fréttamaður freisting.is hefur í gegnum árin séð merki þess að matarfáfræði hefur aukist og nú er spurning hvort við matreiðslumenn á Íslandi getum ekki farið að breyta þessu?

Hátíðin er haldin um allan heim þessa dagana.
Meðfylgjandi mynd tók Sigíður Pétursdóttir.
Texti: Garðar Agnarsson, fréttamaður freisting.is í London.

Viltu birta grein á Veitingageirinn.is? Sendu okkur póst [email protected]. Með pistlinum þarf að fylgja nafn höfundar, titill og mynd.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið