Frétt
Matarbylting Jamie Oliver
Jamie Oliver setti í dag 17. maí í London hátíðina „Matarbyltinguna“ eða Food Revolution. Hún var haldin í götunni við veitingastaðinn Fifteen og skemmtilegir réttir og drykkir framreiddir í tjöldum.
Eins og flestir vita hefur Jamie verið ötull baráttumaður fyrir bættu mataræði í skólum með góðum árangri og nú er markmiðið að gera alla meðvitaða um mat og matargerð.
Krakkar úr St. Paul grunnskólanum tóku þátt í dag með litríkum hætti þar sem þau lærðu að setja saman einfaldan mat með grænmeti, jurtum og fengu pizzabotna með grófu mjöli. Sjálfur tók Oliver þátt í þessu með þeim með sínu lagi og ekki laust við stjörnuglampa í augum margra enda maðurinn stjarna með mikinn karisma.
Þetta er frábært framtak og þörfin á kynningu á Íslandi nauðsynleg. Fréttamaður freisting.is hefur í gegnum árin séð merki þess að matarfáfræði hefur aukist og nú er spurning hvort við matreiðslumenn á Íslandi getum ekki farið að breyta þessu?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt1 dagur síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit