Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt kaffihús opnar að öllum líkindum á Melhaga í Vesturbæ í vor
Ef að líkum lætur verður nýtt kaffihús opnað á Melhaga 20-22 í Vesturbæ Reykjavíkur í vor. Umrætt hús stendur við hlið Sundlaugar Vesturbæjar og er þar rekið apótek sem stendur.
Að sögn Péturs Marteinssonar stendur Sæmundur í sparifötunum ehf., sem m.a. rekur KEX hostel, að baki kaffihúsinu ásamt nokkrum íbúum Vesturbæjar.
Það er búið að gera leigusamning og leggja inn teikningar til byggingarfulltrúa sem samþykkti planið. Nú er verið að vinna í því að fá byggingarleyfi. Ég á von á því að húseigandinn, apótekið, afhendi okkur rýmið í lok apríl. Þá munum við taka okkur 3-4 vikur til að gera kaffihúsið okkar,
segir Pétur í Morgunblaðinu í dag, en apótekið verður áfram með rekstur í hluta hússins.
Mynd: Skjáskot af google korti.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn1 dagur síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025






