Smári Valtýr Sæbjörnsson
Mikið álag hjá Domino’s – 450 manns á vakt
Þjóðin kýs að sleppa við eldamennsku og einbeita sér að landsleiknum en Domino‘s hefur aldrei fengið jafn margar pantanir líkt og í kvöld, og þó hefur gengið vel að standa við uppgefna biðtíma, en lengsti biðtími var 120 mín og hvorki meira né minna en 450 manns á vakt.
Pantanafjöldinn síðustu þrjá klukkutímanna er án fordæma í sögu Domino‘s á Íslandi. Tugþúsundir hafa reynt að panta pítsur hjá fyrirtækinu á sama tíma. Heimasíðan er undir miklu álagi, sem og pantana-app fyrirtækisins og þjónustuver. 160 símalínur eru í þjónustuveri fyrirtækisins og hafa þær allar verið uppteknar síðasta klukkutímann. Ekkert kvöld er sambærilegt, hvorki Eurovision né fyrri íþróttaleikir hafa leitt til jafn mikils álags.
Domino‘s vill koma því á framfæri að fyrirtækið hafði undirbúið sig vel fyrir þennan dag en fjöldinn er samt töluvert meiri en búist hafði verið. Starfsfólk Domino‘s vildi alls ekki gera neitt til að skemma þetta sögulega kvöld fyrir viðskiptavinum en mjög vandasamt er að afgreiða þetta mikla magn pantana á svo skömmum tíma. Biðtímar urðu því mun lengri í kvöld en annars er vaninn hjá fyrirtækinu og var lengsta biðin upp í 120 mínútur í sumum hverfum. Þess má geta að afkastageta á hvern útsölustað er meiri hér á landi en í öðrum löndum.
Stjórnendur eru ánægðir með að tekist hefur að standa við uppgefna biðtíma, bæði í heimsendingu og þegar sótt er á staðinn. Nokkuð sem getur verið mjög vandasamt á „sprengjukvöldum“ eins og þessu.
Myndir: aðsendar
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Markaðurinn4 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn3 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn4 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni4 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille






