Veitingarýni
Gömul dönsk klassík Haschis – Þessi réttur var oft í staffamatnum á Hótel Sögu og kláraðist alltaf
Þessi réttur var oft í staffamatnum á Hótel Sögu, þegar ég var að læra, en hann var lagaður úr afgöngum af steiktu kjöti sem var hakkað ásamt smá kryddsíld og lauk, brasserað á pönnu og brúnni sósu bætt út í og látið sjóða smástund, síðan var það borið fram með sykurbrúnuðum kartöflum, harðsoðnu eggi og agúrkusalati og kláraðist alltaf .
Nú um daginn hafði Eiríkur í Fiskbúðinni Höfðabakka samband við mig, um að hann ætlaði að vera með Haschis daginn eftir og að sjálfsögðu mætti ég til að endurupplifa þennann klassarétt.
Og það get ég sagt ykkur, hann var alveg þess virði að keyra bæinn á enda, þvílíkt sælgæti.
Ég sendi á vini mína í danska kokkaklúbbnum mynd af réttinum og spurði þá um sögu hans, margir könnuðust ekki við hann, en svo komu aðilar sem þekktu til réttarins og sögðu að hann hefði verið mikið notaður í upphafi síðustu aldar og í heimsstyrjöldunum þegar fólk var nauðugur, sá kostur að nýta allt í botn sem það gat komið höndum yfir.
Sumir notuðu rauðrófur og enska sósu og er þar átt við HP og Worchestersósu svona svipað og notað er í pyt i panna ( biximatur ).
Er ég farinn að hlakka til er þessi réttur verður á boðstólunum aftur hjá Eiríki.
Takk fyrir mig.
![]()
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






