Markaðurinn
Tækifæri fyrir rekstraraðila: áfengislausir kokteilar sem selja
Ekran hefur hafið dreifingu á áfengislausum spirit vörum frá Lyre’s, einu þekktasta og verðlaunaðasta vörumerki heims í þessum flokki. Með þessu verður íslenskum börum, veitingastöðum og hótelum í fyrsta sinn boðið upp á heildstætt úrval hráefna til að bjóða metnaðarfulla kokteila, bæði með áfengi og án.
Lyre’s býður upp á alls tólf mismunandi tegundir sem líkja eftir klassískum brennivínum og líkjörum á borð við gin, romm, viskí, vermút og amaretto. Þannig er hægt að blanda vel þekkta drykki eins og Negroni, Espresso Martini, Margarita, Spritz og Amaretti Sour, auk þess sem barþjónar geta verið skapandi og þróað eigin uppskriftir.
Ekran hefur á undanförnum árum byggt upp öflugt framboð á áfengislausum vínum, þar á meðal léttvínum og freyðivínum frá Oddbird og vönduðum áfengislausum valkostum frá Copenhagen Sparkling Tea. Með Lyre’s bætist nú við öll sú grunnstoð sem þarf í kokteilagerðina, sem gerir Ekruna að einum öflugasta birgja áfengislausra valkosta á Íslandi.
Gildi fyrir rekstraraðila, byggt á gögnum
„Kannanir okkar sýna að hátt í 3 af hverjum 10 gestum veitingastaða velja að drekka ekki áfengi,“
segir Sólrún María hjá Ekrunni.
„Það er því til mikils að vinna fyrir rekstraraðila að bjóða upp á vandað úrval, bæði er það sterk viðskiptaleg ákvörðun og hún skapar ánægðari gesti.“
Með Lyre’s geta barir og hótel boðið sömu kokteila, bæði með og án áfengis, án þess að slá af gæðum. Þetta eykur sveigjanleika, stækkar markhóp og styrkir þjónustustig.
Gæði og viðurkenningar
Lyre’s hefur hlotið fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir framleiðslu sem leggur áherslu á nákvæmni, bragðgæði og áferð. Vörurnar eru þróaðar til að líkja eftir upprunalegu hráefnunum, bæði í bragði og lykt, en án þess að innihalda áfengi.
„Gestir vilja sýnilegt framboð áfengislausra drykkja og það er frábært að geta boðið vinsælustu drykkina á seðlinum bæði með og án áfengis,“
segir Sólrún María.
„Með Lyre’s geta veitingastaðir gert þetta á faglegan og smekklegan hátt, án þess að slá af gæðum.“
Ekran býður upp á kynningar, uppskriftir og ráðgjöf fyrir veitingaaðila sem vilja innleiða áfengislausa kokteila á metnaðarfullan hátt.
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini








