Starfsmannavelta
Stórt gjaldþrot hótelfélags á Akureyri
Skiptum á þrotabúi Hótel Sólar ehf. lauk á þriðjudaginn s.l., en ekkert fannst upp í 1.471 milljóna kröfur. Félagið átti meðal annars Hótel Akureyri í Hafnarstræti, Kjarnalund og reksturinn utan um Gistiheimili Akureyrar.
Langstærsti kröfuhafinn var Landsbankinn, en dótturfélag bankans, Hömlur, yfirtók allar eignir félagsins í janúar á þessu ári og setti þær á sölu nokkrum mánuðum seinna.
Þegar Hömlur tóku yfir eignir Hótel Sólar varð félagið einn stærsti eigandi fasteigna í miðbæ Akureyrar, en auk hótelanna voru fjölmargar eignir kringum Ráðhústorgið inn í félaginu. Í sumum þeirra var meðal annars rekin gistiþjónusta.
Í maí á þessu ári setti Hömlur eignirnar á sölu, en samkvæmt upplýsingum frá félaginu eru enn Hótel Akureyri og Kjarnalundur til sölu. Gistiheimilið og margar hinna eignanna hafa aftur á móti verið seldar, að því er fram kemur á mbl.is.
Mynd: Skjáskot af google map.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni5 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann