Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Sekta fyrir ranga innihaldslýsingu

Birting:

þann

Kjúklinga samloka

Yfirvöld samkeppnismála í Ungverjalandi sektuðu nú í vikunni McDonalds hamborgarakeðjuna um 50 þúsund evrur, jafnvirði átta milljóna króna. Sannað þótti að fyrirtækið hefði í rúmlega eitt ár gefið rangar upplýsingar um innihald kjúklingaréttar sem seldur var á veitingastöðum fyrirtækisins, að því er fram kemur á heimasíðu RÚV.

Yfirvöld sögðu að þess hefði ekki verið getið í innihaldslýsingu að skinnið af kjúklingunum væri í réttinum. Einnig hefðu viðskiptavinirnir verið afvegaleiddir með myndum af girnilegum réttum sem hefði litið allt öðruvísi út þegar þeir voru afgreiddir.

Í viðtali við ungverskt dagblað sögðu forráðamenn McDonalds að skinnið hefði verið haft með til að koma í veg fyrir að kjötið þornaði. Þá væri það teygjanlegt hvað væri kjúklingakjöt. Þá töldu þeir að með því að sekta fyrirtækið væri verið að skapa hættulegt fordæmi þar sem veitingahús yrðu hér eftir að gefa nákvæma lýsingu á því sem væri í réttunum sem þau seldu, frá þessu greinir RÚV.

 

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið