Sverrir Halldórsson
Sekta fyrir ranga innihaldslýsingu
Yfirvöld samkeppnismála í Ungverjalandi sektuðu nú í vikunni McDonalds hamborgarakeðjuna um 50 þúsund evrur, jafnvirði átta milljóna króna. Sannað þótti að fyrirtækið hefði í rúmlega eitt ár gefið rangar upplýsingar um innihald kjúklingaréttar sem seldur var á veitingastöðum fyrirtækisins, að því er fram kemur á heimasíðu RÚV.
Yfirvöld sögðu að þess hefði ekki verið getið í innihaldslýsingu að skinnið af kjúklingunum væri í réttinum. Einnig hefðu viðskiptavinirnir verið afvegaleiddir með myndum af girnilegum réttum sem hefði litið allt öðruvísi út þegar þeir voru afgreiddir.
Í viðtali við ungverskt dagblað sögðu forráðamenn McDonalds að skinnið hefði verið haft með til að koma í veg fyrir að kjötið þornaði. Þá væri það teygjanlegt hvað væri kjúklingakjöt. Þá töldu þeir að með því að sekta fyrirtækið væri verið að skapa hættulegt fordæmi þar sem veitingahús yrðu hér eftir að gefa nákvæma lýsingu á því sem væri í réttunum sem þau seldu, frá þessu greinir RÚV.
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Okkar þjónusta, þín uppskera – myndir frá Ekrunni á Stóreldhúsasýningunni
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland í 5. sæti á HM
-
Keppni3 dagar síðan
Klúbbur matreiðslumeistara kynnir nýtt Kokkalandslið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vel heppnað Sumac PopUp á LYST á Akureyri – Reynir: Þetta gekk ótrúlega vel. Það var allt uppbókað og mjög góð sætanýting…. – Myndaveisla
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lambasnitsel í raspi og margir girnilegir réttir á mánaðartilboði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla