Sverrir Halldórsson
Sekta fyrir ranga innihaldslýsingu
Yfirvöld samkeppnismála í Ungverjalandi sektuðu nú í vikunni McDonalds hamborgarakeðjuna um 50 þúsund evrur, jafnvirði átta milljóna króna. Sannað þótti að fyrirtækið hefði í rúmlega eitt ár gefið rangar upplýsingar um innihald kjúklingaréttar sem seldur var á veitingastöðum fyrirtækisins, að því er fram kemur á heimasíðu RÚV.
Yfirvöld sögðu að þess hefði ekki verið getið í innihaldslýsingu að skinnið af kjúklingunum væri í réttinum. Einnig hefðu viðskiptavinirnir verið afvegaleiddir með myndum af girnilegum réttum sem hefði litið allt öðruvísi út þegar þeir voru afgreiddir.
Í viðtali við ungverskt dagblað sögðu forráðamenn McDonalds að skinnið hefði verið haft með til að koma í veg fyrir að kjötið þornaði. Þá væri það teygjanlegt hvað væri kjúklingakjöt. Þá töldu þeir að með því að sekta fyrirtækið væri verið að skapa hættulegt fordæmi þar sem veitingahús yrðu hér eftir að gefa nákvæma lýsingu á því sem væri í réttunum sem þau seldu, frá þessu greinir RÚV.
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt4 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt5 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala