Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Ráðhúskaffi opnar í Reykjanesbæ

Birting:

þann

 

kaffihus_reykjanesbae

Angela Marina

Langþráð kaffihús opnar í hjarta Reykjanesbæjar í dag. Opnun kaffihússins er lokaáfanginn í þeim breytingum og endurbótum sem Ráðhús Reykjanesbæjar hefur nú undirgengist. Kaffihúsið er staðsett á besta stað í Ráðhúsinu, Tjarnargötu 12, þar sem einnig er bókasafnið og þjónustuver.

kaffihus_reykjanesbae1Rekstur kaffihússins er í höndum Angelu Marinu sem upphaflega kemur frá Portúgal en hefur búið í Reykjanesbæ síðan 1998 þar sem hún hefur starfað á leikskólanum Hjallatúni og í Fríhöfninni. Hún er þó langt frá því að vera ókunn veitingarekstri en hún rak ásamt móður sinni kaffihús í Portúgal í 17 ár og er hún full tilhlökkunar að takast á við kaffihúsarekstur í Reykjanesbæ, en greint er frá þessu á vefnum reykjanesbaer.is.

Á boðstólum verður gæða kaffi frá Kaffitár og allir mögulegir kaffidrykkir sem bæði er hægt að drekka á staðnum eða taka með sér. Þá verður margt girnilegt á matseðlinum svo sem súpur, pasta, salat, smurt brauð og auðvitað sætabrauð.

Kaffihúsið verður opið á opnunartíma bókasafnsins frá kl. 09.00 – 19.00 alla virka daga.

Mynd: reykjanesbaer.is
/Smári

Twitter og Instagram: #veitingageirinn

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið