Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ráðhúskaffi opnar í Reykjanesbæ
Langþráð kaffihús opnar í hjarta Reykjanesbæjar í dag. Opnun kaffihússins er lokaáfanginn í þeim breytingum og endurbótum sem Ráðhús Reykjanesbæjar hefur nú undirgengist. Kaffihúsið er staðsett á besta stað í Ráðhúsinu, Tjarnargötu 12, þar sem einnig er bókasafnið og þjónustuver.
Rekstur kaffihússins er í höndum Angelu Marinu sem upphaflega kemur frá Portúgal en hefur búið í Reykjanesbæ síðan 1998 þar sem hún hefur starfað á leikskólanum Hjallatúni og í Fríhöfninni. Hún er þó langt frá því að vera ókunn veitingarekstri en hún rak ásamt móður sinni kaffihús í Portúgal í 17 ár og er hún full tilhlökkunar að takast á við kaffihúsarekstur í Reykjanesbæ, en greint er frá þessu á vefnum reykjanesbaer.is.
Á boðstólum verður gæða kaffi frá Kaffitár og allir mögulegir kaffidrykkir sem bæði er hægt að drekka á staðnum eða taka með sér. Þá verður margt girnilegt á matseðlinum svo sem súpur, pasta, salat, smurt brauð og auðvitað sætabrauð.
Kaffihúsið verður opið á opnunartíma bókasafnsins frá kl. 09.00 – 19.00 alla virka daga.
Mynd: reykjanesbaer.is
/Smári
Twitter og Instagram: #veitingageirinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni3 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Keppni9 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Frétt4 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu