Smári Valtýr Sæbjörnsson
Öskraði eftir hamborgara og fékk lögregluna í staðinn
Verkefni lögreglu eru fjölbreytt og af ýmsum toga, eins og best sannaðist nú um helgina, þegar lögreglumenn voru kallaðir til vegna hungurverkja erlends ferðamanns á Suðurnesjum.
Maðurinn dvaldi á hóteli í umdæminu. Á laugardagskvöld var beðið um lögregluaðstoð þangað, því ferðalangurinn væri öskrandi í sífellu inni á herbergi sínu að hann vildi fá hamborgara. Jafnframt fylgdi sögunni að búið væri að færa manninum mat en hann vildi greinilega meira,- og þá bara hamborgara.
Lögreglumenn fóru á staðinn og ræddu við manninn, sem greinilega var búinn að fá sér í staupinu. Lofaði hann að bíða með hamborgarann þar til að sunnudagsmorgun rynni upp og fara að sofa, að því er fram kemur á facebook síðu Lögreglustjórans á Suðurnesjum.
Mynd úr safni: Sverrir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni1 dagur síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni5 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann