Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Öskraði eftir hamborgara og fékk lögregluna í staðinn

Birting:

þann

Draumurinn - Íslenska HamborgarafabrikkanVerkefni lögreglu eru fjölbreytt og af ýmsum toga, eins og best sannaðist nú um helgina, þegar lögreglumenn voru kallaðir til vegna hungurverkja erlends ferðamanns á Suðurnesjum.

Maðurinn dvaldi á hóteli í umdæminu. Á laugardagskvöld var beðið um lögregluaðstoð þangað, því ferðalangurinn væri öskrandi í sífellu inni á herbergi sínu að hann vildi fá hamborgara. Jafnframt fylgdi sögunni að búið væri að færa manninum mat en hann vildi greinilega meira,- og þá bara hamborgara.

Lögreglumenn fóru á staðinn og ræddu við manninn, sem greinilega var búinn að fá sér í staupinu. Lofaði hann að bíða með hamborgarann þar til að sunnudagsmorgun rynni upp og fara að sofa, að því er fram kemur á facebook síðu Lögreglustjórans á Suðurnesjum.

 

Mynd úr safni: Sverrir

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið