Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýtt hótel í Hafnarfirði með veitingastað fyrir 88 manns

Birting:

þann

Hótel Vellir - Tjarnarvellir 3 í Hafnarfirði

Hótel Vellir er nýtt hótel og er staðsett í Hafnarfirði við Tjarnarvellir 3 og býður upp á 68 herbergi, veitingastað, bar, ráðstefnusal, fitness líkamsræktarstöð og heilsulind.

Hótel Vellir - Tjarnarvellir 3 í Hafnarfirði

Hótel Vellir er staðsett í Hafnarfirði við Tjarnarvellir 3.
Mynd: Smári

Hótel Vellir - Tjarnarvellir 3 í Hafnarfirði

Þann 1. september verður opnuð 1.500 m² æfingastöð á jarðhæðinni en hún verður rekin af Reebok Fitness.
Mynd: Smári

Veislu og ráðstefnusalur fyrir 150 manns í sæti verður fullgerður í sumar. Hótelherbergin eru á þremur hæðum hússins, 68 herbergi, 6 sk. juniour suites, 1 fjölskylduherbergi og 61 tveggja manna herbergi. Þann 1. september verður opnuð 1.500 m² æfingastöð á jarðhæðinni en hún verður rekin af Reebok Fitness, að því er fram kemur í tímaritinu Fjarðarpóstinum.

Hótel Vellir - Tjarnarvellir 3 í Hafnarfirði

Hótel Vellir - Tjarnarvellir 3 í Hafnarfirði

Hótel Vellir - Tjarnarvellir 3 í Hafnarfirði

 

Eigandi hótelsins er Óli Jón Ólason sem einnig rekur Hótel Hvolsvöll en Oddsteinn Gíslason í Matbæ mun sjá um veitingareksturinn og Auðunn Bergsveinsson er hótelstjóri.

Á heimasíðu hótelsins er lítið um að sjá hvað er á mat-, og vínseðlinum, þar sem einungis hópamatseðill er listaður þar upp, en hann er eftirfarandi og það á engilsaxnesku og án verð:

Matseðill 1.
Marinated lamb, gravlax and marinated monkfish with homemade bread

Fillet of lamb with Rosemarie sauce, vegetables and potatoes

Skyr cake with blueberry´s

Matseðill 2.
Lamb Carpaccio with soya-lime sauce

Baked salmon in wild herbs with sweet potatoes and roasted vegetables

Icelandic pancake with fruits and cream

Matseðill 3.
Mushroom soup with freshly baked bread

Grilled leg of lamb with potatoes and sauce Madeira.

French chocolate cake with ice cream

Matseðill 4.
Smoked salmon pâté with horseradish-sauce

Chicken breast with risotto, salad, vegetables and white wine sauce

Apple pie with cream

Matseðill 5.
Vegetable soup with freshly baked bread

Fried catfish in garlic with mushrooms, onions and potatoes

Matseðill 6.
Seafood soup with freshly baked bread

Lamb goulash in tomatoes and basil with rice and salad

Ice cream with fruits.

Hægt er að panta að lágmarki fyrir 15 – 20 manns í þessa matseðla.

 

Myndir: hotelvellir.com

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss Lagersala - Stórkaup

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið