Smári Valtýr Sæbjörnsson
Lundapizzan rennur ljúflega niður
„Við vorum að fá lunda frá Salvari í Vigur og erum að bjóða upp á bæði reyktan og léttsteiktan lunda. Okkur datt svo í hug að bjóða gestum upp á lundapizzu og verður hún á matseðilinn í dag, fimmtudag. Á pizzunni verður reyktur lundi, laukur, camembert og svo bláberjasulta til hliðar. Við buðum nokkrum að smakka í gær og það voru allir mjög hrifnir af henni þannig að ég á ekki von á öðru en hún slái í gegn,“ segir Guðmundur Helgason, vert í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.
Að sögn eins smakkaranna var pizzan afar ljúffeng og mátti finna lundabragðið mjög vel. Var hann því mjög sæll og saddur eftir matinn, að því er greinir frá á bb.is.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni3 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Frétt4 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast