Freisting
Lagaðu hina fullkomnu humarsúpu
Jón Sölvi Ólafsson, matreiðslumeistari hefur útbúið hágæðahumarsoð sem inniheldur ferskar humarskeljar og er án rotvarnar- og annarra aukaefna. Það sem þarf að bæta við er rjóma, hvítvíni og koníakslögg. Einnig má bæta humarhölum í súpuna.
Humarinn í soðinu kemur frá Höfn, humarhöfuðstað Íslands og býr Jón Sölvi humarsoðið sjálfur frá grunni og er þetta sama soðið og hann notar í humarsúpuna sína vinsælu sem seld hefur verið um árabil á veitingastað hans á Höfn.
Ég vil auðvelda fólki að gera ljúffengan mat á einfaldan hátt. Þess vegna fór ég að framleiða þessa vöru til heimanota, sagði Jón Sölvi í samtali við freisting.is.
Humarsoð Kokksins fæst í eftirfarandi verslunum:
Í Reykjavík: Melabúðin, Nóatún, Frú Lauga, Búrið og Fjarðarkaup.
Á Höfn: Nettó
Humarsoð Kokksins er úr samstarfi við Matís (www.matis.is) sem selur heildstæða ráðgjöf og aðgang að vöruþróunaraðstöðu til að umbreyta hugmyndum yfir í gæðamatvæl.
Nánari upplýsingar gefur Jón Sölvi Ólafsson, Kokkur ehf., s: 772 4205, [email protected]
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Vín, drykkir og keppni24 klukkustundir síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni1 dagur síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu