Markaðurinn
Japönsku hnífarnir frá KAI fást hjá Ásbirni
Japönsku gæðahnífarnir frá KAI eru framleiddir í Seki borg í Japan, en borgin hefur verið miðstöð framleiðslu Samúræjasverða og -hnífa í yfir 700 ár. Hér sameinast aldagamlar hefðir japanskra Samurai járnsmiða og nútíma tækni, sem svo skilar sér í hágæða eldhúshnífum.
Shun Classic hnífarnir frá KAI eru einstaklega vandaðir hnífar þar sem hönnun, tækni og japanskt handverk eru í heiðri höfð. Kjarninn í hnífunum er framleiddur úr einstaklega hörðu VG Max „ofur-stáli“ 61 (±) með 32 lögum af Damascus stáli til að skapa einstaklega fallegt ryðfrítt blað.
Það þýðir að hnífarnir eru mjög beittir og halda bitinu lengur. Skaftið er svo klætt svörtum pakkavið sem er þrýst upp að stálinu og fellur sérstaklega vel í hendi.
Shun Premier línan frá KAI er unnin í samstarfi með þýska stjörnukokkinum Tim Mälzer og eru hannaðir til að uppfylla þarfir og kröfur atvinnukokka. Kjarninn á hnífunum er úr gríðarlega hörðu VG-MAX stáli og ofan á það bætast 32 lög af Damascus stáli með hamraðri áferð.
Harðleikinn á blaðinu er 61 ±1 HRC sem þykir einstaklega hart og tryggir að hnífurinn viðhaldi beittu blaði í langan tíma. Handfangið er úr valhnetu og fellur sérstaklega vel í hendi.
Wasabi hnífarnir frá KAI eru vandaðir hnífar úr ryðfríu stáli. Allir hnífarnir í Wasabi línunni eru með skafti úr pólýprópelíni og bambusdufti sem heldur örverunum frá. Skaftið er að auki steypt utan um hnífinn svo engin óhreinindi smjúga á milli hnífsins og skaftsins.
Mælt er með að fylgja leiðbeiningum um viðhald á KAI hnífunum og ekki má setja þá í uppþvottavél, en það hefur bæði áhrif á bit hnífana ásamt efnivið handfangsins. Mælt er með mýkri tré eða plast skurðbrettum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 klukkustundir síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt5 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu






