Vertu memm

Frétt

Íslenskur kokkur kennir leyndarmál kokka

Birting:

þann

Árni Björn Helgason

Árni Björn Helgason.
Árni lærði matreiðslu á sínum tíma en það var eins með hana og margt annað að ekki leið á löngu þar til leiðin lét til sín segja. Og þá einkum leiði á því að vinna þegar allir aðrir voru í fríi. Út frá því tók Árni þá ákvörðun að segja skilið við matreiðsluna, amk á faglegu nótunum.
Hann ákvað þó að halda við hana, en í þetta sinn sem hobby, dýrt hobbý skal ég gefa ykkur miðað við þann tíma, nám, fé og fyrirhöfn sem í hana höfðu farið. Ekki er þó öllu gleymt sem er grafið, og hefur Árni nú fundið eldmóðinn aftur og ætlar að taka til hendinni í eldhúsinu.

Heimasíðan Svangur.is er skemmtileg síða og gefur þeim sem ekki kunna réttu handtökin hvernig eigi að skera lauk, gulrætur, Sveppi og hvernig eigi að hluta niður kjúkling svo eitthvað sé nefnt.

Árni er eigandi vefsíðunnar og sér hann einnig um að kenna þessi handtök og sýnir hann þau í skemmtilegum myndböndum.

Árni er matreiðslumaður að mennt og má sjá að hann sýnir eins og við matreiðslumennirnir vilja kalla „Chef trick“ á sem einfaldastan hátt og auðvitað fylgja kokkafrasarnir með í myndböndunum.

Kíkið á heimasíðu Árna: www.svangur.is

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið