Smári Valtýr Sæbjörnsson
Íslenski heitreykti makríllinn bestur á Norðurlöndunum
Ný afstaðin er Norðurlandakeppni í smáframleiðslu matvæla sem haldin var í Östersund í Svíþjóð. Til keppninnar bárust um 600 vörur í ýmsum flokkum.
Af þeim 40 verðlaunum sem veitt voru, unnu íslenskir framleiðendur þrenn verðlaun. Bronsið hlaut Klaus Kretzer frá Skaftafelli fyrir Jöklabita sem er ölpylsa unnin úr kindakjöti. Einnig fékk Klaus silfur verðlaun fyrir Hnjúk sem er þurrverkaður og reyktur kinda hryggvöðvi. Besta varan í flokki heitreykts fisks sem hlaut þar með gullverðlaunin var heitreykur makríll frá Sólskeri á Hornafirði,l að því er fram kemur á heimasíðu Matís.
Allar þessar vörur hafa verið þróaðar í Matarsmiðjum Matís sem sýnir enn og aftur mikilvægi þess að frumkvöðlum og smáframleiðendum í matarhandverki sé gert kleift að taka sín fyrstu skref á sem hagkvæmastan og öruggastan hátt sem síðar, ef vel gengur, getur leitt til fleiri atvinnutækifæra og fjölbreyttara vöruúrvals.
/Smári
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni1 dagur síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann