Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Íslenski heitreykti makríllinn bestur á Norðurlöndunum

Birting:

þann

Makríll / Mackerel

Ný afstaðin er Norðurlandakeppni í smáframleiðslu matvæla sem haldin var í Östersund í Svíþjóð. Til keppninnar bárust um 600 vörur í ýmsum flokkum.

Af þeim 40 verðlaunum sem veitt voru, unnu íslenskir framleiðendur þrenn verðlaun. Bronsið hlaut Klaus Kretzer frá Skaftafelli fyrir Jöklabita sem er ölpylsa unnin úr kindakjöti. Einnig fékk Klaus silfur verðlaun fyrir Hnjúk sem er þurrverkaður og reyktur kinda hryggvöðvi. Besta varan í flokki heitreykts fisks sem hlaut þar með gullverðlaunin var heitreykur makríll frá Sólskeri á Hornafirði,l að því er fram kemur á heimasíðu Matís.

Allar þessar vörur hafa verið þróaðar í Matarsmiðjum Matís sem sýnir enn og aftur mikilvægi þess að frumkvöðlum og smáframleiðendum í matarhandverki sé gert kleift að taka sín fyrstu skref á sem hagkvæmastan og öruggastan hátt sem síðar, ef vel gengur, getur leitt til fleiri atvinnutækifæra og fjölbreyttara vöruúrvals.

 

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið