Freisting
Haustfagnaður á Salatbarnum
Sverrir Hadórsson og Ingvar Guðmundsson
Síðastliðinn föstudag var hinn árlegi haustfagnaður haldinn á Salatbarnum og eins og vanalega öllu tjaldað. Færri komust að en vildu þannig að hann þarf að fara að huga að hafa á laugardagskvöldinu líka.
Hráefnið kom frá annars vegar SS og hinsvegar frá Fjallalambi á Kópaskeri.
Það sem boðið var uppá var Kjötsúpa, soðið Lambakjöt, soðin blóðmör, soðin lyfrapylsa, steikt lifur með eplum og bacon, steikt lifur í brúnni sósu, nýrnapottréttur, hjörtu, steikt blóðmör og lifrapylsa með sykri, soðin bjúgu, ofnsteikt lambalæri, heimlöguð sviðasulta, heit svið, uppstúf, grænar baunir, soðnar kartöflur, kartöflumauk, soðið rótargrænmeti, heimlöguð rabbabarasulta og í eftirrétt var silkiskyr með íslenskum bláberjum og rjóma og hrisgrjónagrautur með kanilsykri og rjóma.
Ingvar var allt í öllu enda á heimavígstöð og skemmtu allir sér vel yfir sögum úr húnavatnssýslu sem flugu á víxl.
Ingvar Guðmundsson og Unnsteinn Hjörleifsson
Maturinn sló í gegn eins og vanalega, en sér til halds og traust hafði Ingvar hann Unnsteinn Hjörleifsson Matreiðslumeistara.
Takk fyrir mig.
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni12 klukkustundir síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni15 klukkustundir síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu