Vertu memm

Keppni

Callebaut keppni í súkkulaði sýningarstykkjum | Skráning hafin

Birting:

þann

Ásgeir Sandholt í heimsmeistarakeppninni The World Champion Masters í París árið 2011

Ásgeir Sandholt í heimsmeistarakeppninni The World Champion Masters í París árið 2011

Nú er komið að skráningu í “pdf_icon The Nordic Championship in Showpiece” sem haldin verður af Callebaut á matvælasýningunni í Herning í Danmörku 16.-18. mars á næsta ári.

Callebaut á veg og vanda að þessari sýningu, sem verður haldinn í anda “The World Champion Masters” (WCM) sem Freisting.is fjallaði um þegar Ásgeir Sandholt fór til Parísar 2011.

Reglurnar eru einfaldar, skv meðfylgjandi skjali en þá á sýningarstykkið að vera 1 metri á hæð, auðvitað lagað úr súkkulaði, en auk þess má nota kakósmjör, kakóduft og fleiri kakóbaunaafurðir.

Sýningarstykkið má koma með fullklárað að heiman, en skilyrði er að það sé sett saman á staðnum og keppendur verða að koma með öll áhöld með sér á staðinn.

Þema sýningarstykkjanna 2014 er Norrænir víkingar (The Nordic Vikings).

Skráning fer fram hjá Gulla Vals hjá Sælkeradreifingu, sem er umboðsaðili Callebaut á Íslandi, [email protected]

Til fróðleiks, þá er hægt að skoða myndir frá heimsmeistarakeppninni WCM 2011 með því að smella hér.

 

Mynd: Matthías

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið