Keppni
Callebaut keppni í súkkulaði sýningarstykkjum | Skráning hafin
Nú er komið að skráningu í “ The Nordic Championship in Showpiece” sem haldin verður af Callebaut á matvælasýningunni í Herning í Danmörku 16.-18. mars á næsta ári.
Callebaut á veg og vanda að þessari sýningu, sem verður haldinn í anda “The World Champion Masters” (WCM) sem Freisting.is fjallaði um þegar Ásgeir Sandholt fór til Parísar 2011.
Reglurnar eru einfaldar, skv meðfylgjandi skjali en þá á sýningarstykkið að vera 1 metri á hæð, auðvitað lagað úr súkkulaði, en auk þess má nota kakósmjör, kakóduft og fleiri kakóbaunaafurðir.
Sýningarstykkið má koma með fullklárað að heiman, en skilyrði er að það sé sett saman á staðnum og keppendur verða að koma með öll áhöld með sér á staðinn.
Þema sýningarstykkjanna 2014 er Norrænir víkingar (The Nordic Vikings).
Skráning fer fram hjá Gulla Vals hjá Sælkeradreifingu, sem er umboðsaðili Callebaut á Íslandi, [email protected]
Til fróðleiks, þá er hægt að skoða myndir frá heimsmeistarakeppninni WCM 2011 með því að smella hér.
Mynd: Matthías
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni5 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann