Freisting
Halldór matreiðslumaður gefur út matreiðslubókina Réttir úr ríki Vatnajökuls
Blóðbergs Panna Cotta
Halldór Halldórsson matreiðslumaður á Hótel Höfn er nú við það að ljúka við matreiðslubókina Réttir úr ríki Vatnajökuls.
Halldór nýtur stuðnings frá Daníel Imsland sem sér um umbrot og grafíska vinnslu. Auk þess hafa Guðmundur H. Gunnarsson hjá Matís og Rósa Björk Halldórsdóttir hjá Ríki Vatnajökuls komið að hugmyndavinnu bókarinnar. Hráefni sem finnst í Hornafirði mun vera í aðalhlutverki í öllum réttunum og þar á meðal flest það sem selt hefur verið í heimamarkaðsbúðinni.
Myndir frá Hornfirskum áhugaljósmyndurum af Hornfirskri náttúru í bland við matarmyndir prýða síður bókarinnar.
Uppskriftirnar í bókinni eru hannaðar með því tilliti að byrjendur jafnt sem lengra komnir geti stuðst við þær í eldhúsinu og hefur Halldór safnað myndum og uppskriftum frá árínu 2003 þegar að hugmyndin að bókinni kviknaði.
„Það er búið að vera gríðarlegur áhugi fyrir verkefninu“ segir Halldór í samtali við Freisting.is og segir að fólk sé nú þegar byrjað að panta bækur til að gefa í jólagjafir til ættingja, innan sem utan Hornafjarðar.
Búist er við að bókin komi frá prentsmið í byrjun desember.
Áhugasamir geta haft samband við Halldór á netfangið [email protected] eða í síma 692-5624.
Meðfylgjandi myndir eru úr matreiðslubókinni og birt með góðfúslegu leyfi Halldórs.
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni23 klukkustundir síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni1 dagur síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu