Vertu memm

Freisting

Dill restaurant skipulagði samverustund um bragð og skyn í Norræna Húsinu

Birting:

þann

Það kennir margra grasa eins og endra nær hjá Slow Food samtökunum.  Hér að neðan ber að líta það sem framundan er hjá Slow Food og eins liðna atburði.

Bragðmenntun barna í Norræna Húsinu á Food and Fun
3 grunnskólabekkir komu í heimsókn í Norræna Húsið sem ásamt Dill restaurant hafði skipulagt góða samverustund um bragð og skyn. Nemendur höfðu gaman að boðinu og fóru heim margs vissari.

Aðalfundur og fræðslufundur hjá Matur-Saga-Menning félaginu
Aðalfundurinn verður haldinn kl. 16.30  25. mars og fræðslufundurinn kl 17.00 (í Reykjavíkurakademíunni Hringbraut 121, 4, hæð). Þar munu Þóra Valsdóttir frá Matís og Brynhildur Pálsdóttir kynna hugmyndir um Fiskmarkaðinn fyrir almenning við verbúðirnar við Ægisgarð. Mjög athyglisvert, og hvetjum við alla til að fara á fundinn.

Fræðslufundur Slow Food þ. 1. mars: Ólafur Dýrmundsson og líffræðilegi fjölbreytileikinn
Ólafur hélt mjög fróðlegum erindi um „biodiversity“, meðal annars í búfjárkynjum sem eru í dag á Íslandi, og vekur athygli á því að flestar þessar tegundir eru í útrýmingarhættu – svo bara sé nefndar nokkrar eins og landnámshænan, geitin, forystuféð og fleiri. Þetta er okkar arfleið og varðveitist hún ekki nema það sé nýtilegt. Margt er sameiginlegat í öllum Norðurlöndum og það stendur til að gera sameiginelgt átak þar til að skrá búfé eða nytjaplöntur sem eru í útrýmingarhættu inn á Bragðaörkina.

Bestu kveðjur
Dominique f.h. stjórnar.

Nánari umfjöllun á www.slowfood.is

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss Lagersala - Stórkaup
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið