Vertu memm

Freisting

Tumi og Carlos sigurvegarar í Íslandsmóti kaffidrykkja

Birting:

þann

Íslandsmót í kaffi í góðum vínanda 2010 og mótið um Besta Kahlua/Kaffi drykkinn 2010 voru haldin um síðustu helgi í Hugmyndahúsi Háskólanna.

Kaffi í góðum Vín-anda 2010
Er haldin í fjórða sinn hér á landi og fer Íslandsmeistarinn til London í sumar og keppir á heimsmeistaramótinu sem nefnist, Coffee in good Spirit 2010.

Keppnin gengur útá að útbúnir eru 2 hefðbundnir Irish Coffee drykkir og 2 skemmtilegir áfengir kaffidrykkir fyrir 2 útlits og tæknidómara og 2 bragðdómara.  Má nota hvaða áfengi sem er, þó svo að ætlast sé til þess að írst wiský sé notað í Irish Coffee drykkina. Þessi keppni var upprunalega búin til til þess að bjarga Irish Coffee drykknum frá glötun.
 
Carlos Ferrer kom sá og sigraði í keppninni í ár, en þetta var í fyrsta sinn sem hann keppir í þessari keppni.

Besti Kahlua/Kaffidrykkur ársins 2010
Þetta er í annað sinn sem Mekka og Kaffibarþjónafélag Íslands standa að þessari keppni.  Þessi keppni gengur útá að útbúnir eru 2 eintök af sama drykk og lagt fyrir 2 útlitsdómara og 2 bragðdómara. Kahlua og kaffi eru einu hráefnin sem eru skylda, annað eru undir hverjum og einum keppanda komið.

Í ár var það Tumi Ferrer sem vann keppnina.

Myndir frá keppnini er hægt að skoða á vef Þorgeirs hér: www.thorgeir.com/Kahluakaffi

Mynd: Þorgeir | /Smári

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið