Freisting
Veitingahjónin Friðrik og Arnrún í samstarf við Hótel Eddu
Hótel Edda hefur gengið til samstarfs við hjónin Friðrik Val Karlsson og Arnrúnu Magnúsdóttur, sem áður ráku veitingastaðinn Friðrik V á Akureyri. Friðrik og Arnrún munu í sumar vinna náið með Edduhótelunum 13 sem starfrækt eru á landsbyggðinni að frekari þróun veitingastaða hótelanna.
Markmið samstarfsins er að efla enn frekar áherslu Eddu hótelanna á íslenska matargerð og hefðir, og munu hótelin njóta góðs af leiðsögn Friðriks Vals og nálgun hans á notkun íslensks hráefnis úr hverju héraði fyrir sig, segir í fréttatilkynningunni frá Hótel Eddu.
Hjónin Friðrik Valur Karlsson og Arnrún Magnúsdóttir stofnuðu veitingastaðinn Friðrik V árið 2001. Friðrik er útskrifaður frá Hótel- og veitingaskóla Íslands árið 1993. Friðrik sérhæfir sig í að elda úr fersku íslensku hráefni á nútíma, evrópska vísu, og hefur hann getið sér gott orð fyrir „túlkun“ sína á íslensku hráefni og matarhefðum.
Eddu hótelin hafa ávalt lagt áherslu á að nýta það hráefni sem finna má úr nágrenni hvers hótels fyrir sig í sinni matargerð, og kynna þannig íslenska ferskvöru og matarhefðir fyrir erlendum gestum hótelanna, við góðan orðstír.
Í samstarfi við þau hjónin munu hótelin nú leggja áherslu á að skerpa enn frekar á sérstöðu hvers og eins hótels, og draga fram helstu eiginleika íslenskrar náttúru og síns nánasta umhverfis í sinni matargerð.
Edduhótelin hafa fyrir löngu unnið sér sess sem hagkvæmur og þægilegur gistimáti á ferðalögum um Ísland. Nú eru starfrækt þrettán Edduhótel vítt og breitt um landið og er sérhvert þeirra í námunda við einhverjar af helstu náttúruperlum landsins.
Eddu hótelin bjóða hjónin Friðrik Val og Arnrúnu innilega velkomin á Edduhótelin í sumar.
Starfsmenn hótelanna munu taka vel á móti þeim hjónum, og hlakka til að njóta góðs af fagmennsku þeirra og áralangri reynslu. Við bjóðum jafnframt alla ferðalanga á ferð um Íslands velkomna á veitingastaði Eddu hótelanna í sumar. Það er okkur tilhlökkunarefni að bera með stolti á borð íslenskan mat, framreiddan af fyrsta flokks fagmennsku á alþjóðavísu.
Mynd: Guðjón
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu