Vertu memm

Uncategorized

Heimsmeistarakeppni vínþjóna í Chile

Birting:

þann

Chile er dásamlegt vínræktunarland, ungt, metnaðargjarnt og sem hefur bestu skilyrði heims líklega til að framleiða vín í fremstu flokki.

Við heimsóttum Montes og Casa Lapostolle í Apalta dalnum í Colchagua, þar sem mest allt er ræktað bíodynamískt en ekki bara lífrænt, og tóku á móti okkur sjálfir eigendurnir og víngerðamennirnir – Aurelio Montes og Alexandra Marnier Laqpostolle.

Við heimsóttum Cono Sur í „afsekktum dal“ stutt frá sjó, San Antonio dalurinn, þar sem víngerðamaðurinn var búin að slá indæla veislu innan vínekrurnar sem sumir sóttu hjólandi. Svo í dag tók Concha y Toro á móti þessum stóra hóp og smökkuðum við ikón vín frá þeim og þeirra dótturfyrirtæki eins og Almaviva, Cono Sur Pinot Noir og Don Melchior.

Það er eitt af kostunum að taka þátt í þessum keppnum þegar vel er skipulagt að framleiðendur bjóða uppá það besta sem hugsast getur (hér eru jú 56 bestu sommelier heims) og smakkarnir eru frábærar.

 

En keppnin var eins og búast mátti við erfið og var efnt í fyrsta skipti til undanúrslita þar sem 12 komust að. Því miður var Alba ekki meðal þeirra, en það var mjög gleðilegt að heyra að 4 konur komust að (Rúmanía, 2 frá Kanada, Noregur) og tvö frá Norðurlöndunum, norska stúlkan Merete og Svíin Sören Polonius.

 Annað kom ekki svo á óvart og eru komnir í úrsil Frakkinn, Bretinn (sem er franskur), Svisslendingur (sem hefur verið nr 2 í nokkur skipti), Ítalinn, Spánverkinn og fleiri.

 

Á morgun er einn dagur enn á ferðinni, meðal annars til Errazuriz.

 

Við þóttumst þekkja vel til chílenskrar víngerðar en hún kom okkur mjög þægilega á óvart, sérstaklega þegar samtök framleiðanda lýsa því ykir að stefnan er tekin að sjálfbærni og bíodynamíska vínrækt eftir því sem hægt

verður – því allt er fyrir hendi af náttúru hendi: engar pestir, besta loftslagið og engin rótarlús sem hefur herjað á vínvíðinn.

 

Framhaldið um leið og við komumst á netið aftur!

 

Óli, Dominique og Alba.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið