KM
Þorrafundur KM
Kæru félagar!
Þorrafundur Klúbbs Matreiðslumeistara 2010 verður haldinn þriðjudaginn 2. febrúar n.k. Hefst hann með móttöku kl. 18.00 stundvíslega í glænýju veislueldhúsi- og skrif-stofum Undrakokksins í Múlakaffi við Hallarmúla(gengið inn á bak við í portið)
Jóhannes bíður eitthvað gott í gogginn og sýnir okkur fyrirtæki sitt sem er stærsta veisluþjónusta landsins.
Kl 19.00 liggur leiðin að Viðeyjarferjunni ( skiptumst í einkabíla ) og í Viðey munum við blóta þorrann fram á kvöldið ásamt því að halda léttan fund.
Inntaka nýrra félaga verður m.a. stór hópur frá Akureyri og verða fulltrúar frá þeim á staðnum og lýsa væntingum til nýstofnaðrar deildar innan KM.
Frásögn okkar manna frá alheimsþingi í
Meðal gesta okkar verða þau Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir frá Landnámssetrinu í Borgarnesi og hafa þau klárlega eitthvað forvitnilegt í farteskinu
Stýrivaxta-kokkarnir Úlfar Eysteinsson og Tómas A. Tómasson heiðra okkur einnig og væntanlega fáum við eitthvað að heyra frá þeim köppum.
Flottur þorramatur og happdrættið góða.
Munið kokkajakka og svartar buxur
Matarverð með ferju kr 2.800/-
Stjórnin
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni1 dagur síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu