Vertu memm

Freisting

Lagaðu hina fullkomnu humarsúpu

Birting:

þann

Jón Sölvi Ólafsson, matreiðslumeistari hefur útbúið hágæðahumarsoð sem inniheldur ferskar humarskeljar og er án rotvarnar- og annarra aukaefna. Það sem þarf að bæta við er rjóma, hvítvíni og koníakslögg. Einnig má bæta humarhölum í súpuna.

Humarinn í soðinu kemur frá Höfn, humarhöfuðstað Íslands og býr Jón Sölvi humarsoðið sjálfur frá grunni og er þetta sama soðið og hann notar í humarsúpuna sína vinsælu sem seld hefur verið um árabil á veitingastað hans á Höfn.

„Ég vil auðvelda fólki að gera ljúffengan mat á einfaldan hátt. Þess vegna fór ég að framleiða þessa vöru til heimanota,“ sagði Jón Sölvi í samtali við freisting.is.

Humarsoð Kokksins fæst í eftirfarandi verslunum:

Í Reykjavík: Melabúðin, Nóatún, Frú Lauga, Búrið og Fjarðarkaup.
Á Höfn: Nettó

Humarsoð Kokksins er úr samstarfi við Matís (www.matis.is) sem selur heildstæða ráðgjöf og aðgang að vöruþróunaraðstöðu til að umbreyta hugmyndum yfir í gæðamatvæl.

Nánari upplýsingar gefur Jón Sölvi Ólafsson, Kokkur ehf., s: 772 4205, [email protected]

/Smári

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið