Freisting
Villtir dagar á Fjalakettinum og ný heimasíða
|
Veitingahúsið Fjalakötturinn hefur opnað glæsilega vefsíðu, en þar ber að líta matseðilinn, vínseðilinn, vídeó og ýmis tilboð sem veitingahúsið býður upp á hverju sinni og margt fleira.
Yfirmatreiðslumaður Fjalakattarins er Haukur Gröndal.
Fram til 20. nóvember býður Haukur upp á villibráðamatseðil.
Villibráðamatseðillinn:
Villtur fordrykkur
Hreindýra carpaccio með bláberjum og kryddjurtarsalati
Waldorfsúpa
Dönsk gráandarbringa með sellerýrót, blómkáli og portvínssósu
Súkkulaði mousse og jarðarberja jógúrt ís með kardimomu karamellusósu
Kr. 7000.-
Haukur verður einnig í jólaskapi og kemur til með að bjóða upp á þriggja rétta jólaseðil Fjalakattarins á 6.900 krónur fyrir manninn. Jólaseðillinn tekur gildi frá og með 20. nóvember og verður út desember.
Jólaseðillinn í ár verður:
Forréttur
Blandaður jóladiskur: Jóla síld, reykt önd, heitreyktur silungur og grafinn lax.
Humarsúpa með hvítlauksristuðum humri
Aðalréttur
Purusteik með karamelluðum eplum og kartöfluköku með heimagerðu rauðkáli
eða
Steiktur hreindýravöðvi með kartöflu laukköku, rótargrænmeti, selleryrót og portvínssósu
Eftirréttur
Kanil crème brûlée með epla ískrapi og piparkökum
Á aðfangadag, jóladag og gamlárskvöld er sérstakur jóla- og áramótamatseðill, en hægt er að lesa nánar um hann með því að smella hér
Nýja heimasíðan er á eftirfarandi vefslóð www.fjalakotturinn.is
Mynd: fjalakotturinn.is
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni20 klukkustundir síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu
-
Markaðurinn2 klukkustundir síðan
Bóndadagurinn nálgast