Freisting
Styrktartónleikar í Háskólabíó
|
Ólafur Páll Birgisson og Kolbrún Björnsdóttir eru ung hjón sem búa í Roskilde í Danmörku þar sem þau hafa stundað nám og eiga þau 10 ára stúlku, Alexöndru Líf. Alexandra Líf berst við krabbamein sem kallast MDS og þarf að fara í beinmergsskipti núna í ágúst.
Árið 2004 greindist Alexandra Líf með hvítblæði þá 5 ára gömul. Þá tók við langt og erfitt ferli af lyfjameðferðum.
Ekki nóg með það að Óli og Kolla þurftu að berjast með dóttur sinni í stríði við krabbameinið, þá dundi annað áfall yfir þann 4. júní árið 2005 þegar Kristófer Birgir 3 ára sonur þeirra drukknaði í slysi. Þá var staðan þeirra þannig að þau voru að berjast með Alexöndru við hvítblæðið sem og að syrgja látinn son sinn, auk þess áttu þau Ronju sem þá var tæplega 2 ára.
Í ágúst árið 2006 eignuðust þau svo stúlku sem heitir Kristjana Elín og í oktbóber árið 2007 dreng sem heitir Benjamín Arnar
Þeir sem ekki komast á tónleikana eða langar að styrkja þetta málefni enn frekar geta lagt beint inn á bankareikninginn. Reikningsnr: |
Nú árið 2009 eða 5 árum seinna kom í ljós að Alexandra er ekki lengur með hvítblæði.
Þrátt fyrir þau tíðindi að hvítblæðið væri læknað var hún áfram mjög veik og þess vegna í stöðugum rannsóknum sem nú hafa leitt í ljós að hún er komin með krabbamein sem kallast MDS sem eingöngu gamalt fólk fær.
Núna í ágúst fer hún í beinmergsskipti sem kallar á það að báðir foreldrar hennar þurfa að hætta að vinna því það þarf að vera hjá henni á spítalanum allan sólarhringinn. Einnig eiga þau 3 önnur börn sem þarf að hugsa um. Ronja systir hennar 6 ára gefur henni beinmerg.
Því höfum við Ólöf Ása Þorbergsdóttir móðursystir Ólafs og Elva Rut Antonsdóttir dóttir Ólafar Ásu ákveðið að halda tónleika til styrktar þessari fjölskyldu sem gengið hefur í gegnum meiri og erfiðari raunir en sanngjarnt er að leggja á fólk. Okkur finnst nóg að þau þurfi að hafa áhyggjur af dóttur sinni og börnum og þau þurfi ekki að hafa peningaáhyggjur ofan á það.
Þess vegna hvetjum við fólk til þess að mæta á tónleikana, hafa gaman að því og njóta góðrar tónlistar frá frægu og góðu tónlistarfólki sem gefur vinnu sína fyrir málstaðinn.
Það kostar litlar 2000 krónur inn á tónleikana.
Miðasala er hafin: http://midi.is/tonleikar/1/5636/
Einnig er hægt að kaupa miða við innganginn.
Fram koma: (engin sérstök röð)
-
Skítamórall
-
Greifarnir
-
Ingó og veðurguðirnir
-
Vítamín
-
Jeff Who
-
Edgar Smári og Arnar
-
Fjallabræður
-
Þorbergur Skagfjörð
-
Karen Ósk Þórisdóttir og Anna Hjördís Skagfjörð
-
KK
-
Hera Björk
-
Páll Óskar
-
Hafdís Huld
-
Cliff Clavin
Kynnir verður Ragnhildur Steinunn
Styrktartónleikar verða í Háskólabíó, mánudagskvöldið 14. September 2009.
Húsið opnar kl 20:00 og byrja tónleikarnir kl 21:00, í andyrinu verður trúbator að spila tónlist og veitingar seldar í sjoppunni.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Frétt5 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó