Freisting
Fjör í Þorláksmessuskötu
Það var húsfyllir í samkomuhúsinu í Garði á Þorláksmessu að sumri, sl. mánudag 20. júlí 2009. MMD félagið hefur í nokkur ár boðið til skötuveislu í fjáröflunarskyni fyrir félagið og aldrei hafa fleiri skráð sig í skötuveisluna og má segja að færri komust að en vildu.
Boðið var upp á skötu, saltfisk og plokkfisk með góðu meðlæti. Þá var frábær skemmtidagskrá fyrir veislugesti. Geir Ólafsson tók Frank Sinatra slagara eins og honum einum er lagið, en þetta kemur fram á vef Tíðindamanna.
Vilhelm Guðmundsson, Oddný Harðardóttir þingmaður og Björg Björnsdóttir snæða skötu
Þá fór Jón Borgarsson með gamanvísur, Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra fór á kostum í gamanmáli þar sem meðal annars kom fram að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra er skemmtilegri en hún lítur út fyrir að vera. Þá stjórnaði Árni Johnsen fjöldasöng og Harmonikkuunnendur á Suðurnesjum tóku nokkur lög.
Myndir: Tíðindin.is
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Frétt5 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Skemmtilegt viðtal við franska bakarameistarann Remy Corbet – Steinn Óskar: how do you like iceland? – Vídeó