Vertu memm

Markaðurinn

Súkkulaðinámskeið Cacao Barry / Garra

Birting:

þann

Í samstarfi við súkkulaðimeistarann og Ambassador Cacao Barry á Íslandi, Hafliða Ragnarsson hélt Garri í lok apríl þrjú stutt námskeið sem Hafliði stýrði og voru haldin á hans heimavelli í Mosfellsbakarí á Háaleitisbraut.

Námskeiðin snerust um grunnvinnu með súkkulaði og var vinnunni háttað þannig að menn tóku þátt að fullu allan tímann. Alls voru 5-6 manns á hverju námskeiði. Hafliði fór í gegnum temprun og gerð súkkulaðiskrauts. Meðal annars sýndi hann hvernig má nota Cacao Barry My cryo kakósmjör í duftformi til temprunar en það er fljótleg og þægileg aðferð sem hentar sérlega vel í eldhúsum.

Sjá nánar á heimasíðu Cacao Barry hvernig þetta er framkvæmt: www.cacao-barry.com/uken/2553

Starfsfólk Garra vill þakka Hafliða og öllum þáttakendum og vonast til að geta endurtekið þetta sem fyrst.

Myndir: Hafliði Halldórsson matreiðslumaður  |  www.garri.is

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið