Freisting
Matur og mold á norðurlandakeppni
Vikuna 7. til 10. maí síðastliðinn var haldið í Reykjavík Norðurlandaþing matreiðslumeistara. Vil ég þakka fyrir skemmtilegt þing og ánægjuleg kynni við marga kollega frá hinum Norðurlöndunum. Í tengslum við þingið var haldin matreiðslukeppni um besta matreiðslumann Norðurlandanna eins og venja er hjá NKF í tengslum við Norðurlandaþing.
Þessi keppni er ástæða þess að ég sendi ykkur þessar línur. Þar sá ég gjörning sem ég á erfitt með að skilja og satt best að segja hafði ekki hugmyndaflug í að gæti nokkru sinni gerst. Einn keppandinn skar sig úr svo vægt sé til orða tekið með því að skreyta forréttardiskinn sinn með MOLD! Dauðhreinsaðri mold. Í aldanna rás hefur það verið meginregla í allri matreiðslu að hreinsa burt öll óhreinindi úr matvöru og alla mold af garð ávöxtum fyrir eldun. Fyrir utan moldina sem á disknum var hafði keppandinn lifandi halakörtur í botni disksins sem synntu um í vökva. Eftir því sem ég best veit eru halakörtur næmar fyrir salmonellu og því fásinna að láta þær koma nálægt nokkrum matvælum. Þessi breyting er svo fjarstæðukennd að hún krefst þess að verða skoðuð ofan í kjölinn. Ég hef í mörg ár verið formaður í sveinsprófsnefnd Hótel og Matvælaskólans á Íslandi og því unnið mikið með ungu matreiðslufólki sem er að ljúka námi í matreiðslu og á leið út í lífið. Í samskiptum mínum við ungmennin þekki ég vel hve hugmyndarík þau eru og tilbúin að reyna eitthvað nýtt.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta24 klukkustundir síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Frétt4 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?