Freisting
Fyrsti Breski Michelin stjörnu kokkurinn hannar matseðla fyrir Lufthansa
Ja það hefði nánast verið útilokað fyrir nokkrum árum að svona lagað gæti gerst, en enga síður er það nú staðreynd í dag.
Sá maður sem var fyrstur til er Chris Staines Yfirmatreiðslumaður til 6 ára á veitingastaðnum Foliage á Mandarin Oriental Hótelinu við Hyde Park í London ( www.mandarinoriental.com ).
Mun matur skapaður af honum vera á boðstólunum í langflugi Lufthansa
( www.lufthansa.com ) á fyrsta og viðskiptafarrými í Janúar og Febrúar 2009.
Meðal breskra rétta er Fiskur og franskar með remúlaði og grænertumauki, Naut Wellington með jarðsveppasósu, gulrótum og spergilkáli, Fettucine pasta með rjómalagaðri sveppasósu og hvítum chedder.
Það er ekki dónalegur hópurinn sem hefur í gegnum tíðina hannað mat fyrir Lufthansa sem dæmi hafa menn eins og Paul Bocuse, Daniel Boulud og Dieter Múller ásamt mörgum öðrum.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Starfsmannavelta12 klukkustundir síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Frétt3 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði