Freisting
Fréttir frá Basel
Eins og flestum ætti vera kunnugt um, þá er Gissur Guðmundsson, Forseti KM, staddur í Basel ásamt Landsliði Klúbbs matreiðslumeistara, en hann segir hér frá hvernig gengið hefur á þriðja degi hjá þeim þarna í Basel:
„Landsliðið átti góðan undirbúningsdag fyrir heita matinn og eru klárir fyrir morgundaginn. Ég átti gott samtal við Alfreð og Hrefnu sem lýstu undirbúningi og stemmingunni hjá liðinu. Það er örrugt að liðið hefur sjaldan, ef ekki aldrei, verið eins vel undirbúið fyrir keppni eins og nú. Eftir frábærar æfingar heima og góðan undirbúning eru allir klárir fyrir stóra daginn á morgunn.
Ég átti gott samtal við skipuleggjanda og ábyrgðarmann af keppnunum í dag og lýsti hann því yfir að aldrei hefði hann hitt lið sem tók hlutunum jafn vel eins og Íslenska liðið. Við höfum fengið mótlæti sem hefur ekki sett neinn út af laginu og ég verð að segja, sem forseti KM, að ég er ótrúlega stoltur af okkar liði.
Kæru félagar, læt þetta duga í dag og kem með meira á morgun, það getur stundum verið erfitt stundum að lýsa öllu sem maður upplifir í orðum og ég vildi óska að þið væruð hér til að taka þátt í þeirri markaðsetningu sem við erum að framkvæma núna. Ísland er inn og það er okkar að sýna okkar rétta andlit“ …Segir Gissur Guðmundsson
Sjá myndir frá keppninni hér
Greint frá á heimasíðu KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla