Freisting
Vonbrigði með ræðu ráðherra
Við lestur þessa ávarpa sem ráðherra flutti við opnun myndlistar-hátíðar í Köln, er að mínu mati hneyksli að engin íslenskur listamaður er nefndur á nafn. Það á að vera stolt hvers ráðherra á erlendri grundu að nefna alla þá íslensku listamenn með fullu nafni við slíkar athafnir og hefja nöfn þeirra til vegs og virðingar og íslensku þjóðinni til sóma. Annars er öll fyrirhöfnin sem vindhögg eitt og með öllu tilhæfulaust hjal. Ég vona að stolt fyrirmanna þjóðarinnar verði meir í framtíðinni en vitnisburður þeirra ber með sér í þeim ræðum sem neðangreindar ræður bera með sér.
Það á að halda íslenskri menningu á háhesti og ekkert minna. Þetta skrifa ég hér staddur í Basel í Sviss, þar sem ég er að fylgja Landsliði Klúbbs matreiðslumeistara í keppni þar sem aðeins tíu bestu liðum í heiminum er boðin þátttaka, en eins og flestum er kunnugt er íslenska landsliðið í matreiðslu í níunda sæti á heimsstyrktarlista og kannski tekst þeim að slá einhverjum öðrum liðum þar ref fyrir rass.
Íslensk menning og íslenskur matur ásamt öllu því yndislega og náttúrulega sem vort ylhýra land hefur upp á að bjóða á að vera okkar þjóðar stolt og til vegsauka fyrir allri íslenskri menningu, til hvata fyrir erlenda ferðamenn og þeirri atvinnustarfssemi sem að þeim lýtur.
Með bestu kveðjum, Jón Svavarsson stoltur Íslendingur staddur í Sviss
EFNI: [STJR – Stjórnarráð Íslands] Utanríkisráðherra opnar íslenska listahátíð í Köln
STJR – Stjórnarráð Íslands | 2005-11-19
Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, opnaði listahátíðina „Islandbilder“ í Köln með ávarpi í gær.
Slóð: http://www3.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/2880
EFNI: [STJR – Stjórnarráð Íslands] Íslandskynning í Köln
STJR – Stjórnarráð Íslands | 2005-11-19
::: Íslandskynning í Köln :::
Ávarp Geirs H. Haarde, utanríkisráðherra, við opnun listahátíðarinnar „Islandbilder“ í Köln.
Slóð: http://www3.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/RaedurGHH/nr/2881
EFNI: [STJR – Stjórnarráð Íslands] 50 ára afmæli þýsk-íslenska vináttufélagsins í Köln
STJR – Stjórnarráð Íslands | 2005-11-19
::: 50 ára afmæli þýsk-íslenska vináttufélagsins í Köln :::
Hátíðarræða Geirs H. Haarde, utanríkisráðherra, á 50 ára afmæli þýsk-íslenska vináttufélagsins í Köln (á þýsku).
Slóð: http://www3.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/RaedurGHH/nr/2882
Greint frá á heimasíðu KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla