Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fosshótel Glacier Lagoon opnar í júní | Myndir
Nýjasta hótelið í Fosshótel keðjunni verður Fosshótel Glacier Lagoon en framkvæmdir við hótelið hófust í apríl 2015.
Nú er loks farið að sjá fyrir endan á þessum framkvæmdum og búist er við fyrstu gestum þann 7. júní, að því er fram kemur á heimasíðu fosshotel.is. Hótelið sem staðsett er á Hnappavöllum við rætur Öræfajökuls verður með hinu glæsilegasta móti en ásamt hinum 104 herbergjum verður einnig veitingastaðurinn ROK staðsettur á hótelinu. ROK mun taka allt að 120 manns í sæti og verður boðið upp á úrvals hádegisverðarhlaðborð þar í sumar.
Hótelið er kjörið fyrir útivistarfólk og náttúruunnendur en þar má finna eitt vinsælasta göngusvæði landsins ásamt því að vera staðsett á milli Skaftafells og Jökulsárlóns. Svæðið í kringum hótelið hefur einmitt verið tökustaður þekktra kvikmynda- og tónlistarmyndbanda á borð við James Bond, Batman Begins og tónlistarmannsins Justin Bieber.
Myndir: fosshotel.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla