Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Hressó hagnaðist um 22,6 milljónir króna

Birting:

þann

Hressó

Hressó hagnaðist um 22,6 milljónir króna á síðasta ári. Hagnaðurinn dróst örlítið saman milli ára. Eignir félagsins námu 258 milljónum króna í árslok 2014, samanborið við 109 milljónir í árslok 2013. Eigið fé í árslok var neikvætt sem nam 40,4 milljónir króna. Í árslok 2013 var eigið fé jákvætt um 1,6 milljón króna.

Hlutafé félagsins í árslok nam 1,5 milljón króna og var það aukið um 500 þúsund króna í tengslum við samruna félagsins og KTF ehf. þann 1. nóvember 2014.

Á vefnum visir.is segir að í apríl var samþykkt að einkahlutafélagið KTF ehf. yrði sameinað félaginu Hressingarskálinn ehf. Hressingarskálinn tók þá yfir allar eignir, skuldir, réttindi og skyldur KTF ehf frá 1. nóvember 2014.  Hressó er í eigu Einars Sturlu Möinichen.

Hressó er bæði veitinga- og skemmtistaður með fjölbreytta skemmtidagskrá og matseðil þar sem boðið er upp á súpur, salöt, hamborgara, steikur, grillmat, morgunmat og margt fleira.

 

Mynd: af facebook síðu Hressó.

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið