Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Bakarameistarinn skilaði 53 milljóna hagnaði

Birting:

þann

Bakarameistarinn í Mjódd

Hagnaður Bakarameistarans dróst saman um 28,5% milli ára.  Bakarameistarinn ehf., sem er að fullu í eigu Sigþórs Sigurjónssonar, hagnaðist um tæplega 53,1 milljón króna eftir skatta árið 2014. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins.

Hagnaðurinn dróst umtalsvert saman milli ára, eða um 28,5 prósent. Árið 2013 var hagnaðurinn tæpar 73,9 milljónir króna. Handbært fé fyrirtækisins jókst um næstum 9,3 milljónir króna, úr 94,9 milljónum í 104,2 milljónir, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.

Eignir fyrirtækisins jukust úr 327,1 milljón króna í 346,6 milljónir króna. Þá jukust skuldir Bakarameistarans jafnframt úr 179,3 milljónum króna í 195,7 milljónir króna.

Bakarameistarinn rekur sex bakarí á höfuðborgarsvæðinu og var fyrirtækið stofnað árið 1977.

Greint frá á vb.is.

 

Mynd: bakarameistarinn.is

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið