Smári Valtýr Sæbjörnsson
Bakarameistarinn skilaði 53 milljóna hagnaði
Hagnaður Bakarameistarans dróst saman um 28,5% milli ára. Bakarameistarinn ehf., sem er að fullu í eigu Sigþórs Sigurjónssonar, hagnaðist um tæplega 53,1 milljón króna eftir skatta árið 2014. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins.
Hagnaðurinn dróst umtalsvert saman milli ára, eða um 28,5 prósent. Árið 2013 var hagnaðurinn tæpar 73,9 milljónir króna. Handbært fé fyrirtækisins jókst um næstum 9,3 milljónir króna, úr 94,9 milljónum í 104,2 milljónir, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.
Eignir fyrirtækisins jukust úr 327,1 milljón króna í 346,6 milljónir króna. Þá jukust skuldir Bakarameistarans jafnframt úr 179,3 milljónum króna í 195,7 milljónir króna.
Bakarameistarinn rekur sex bakarí á höfuðborgarsvæðinu og var fyrirtækið stofnað árið 1977.
Greint frá á vb.is.
Mynd: bakarameistarinn.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana